Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa áhyggjur af litlum þingstyrk nýrrar ríkisstjórnar - tólf manna teymi vinnur að drögum að stjórnarsáttmála. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar verður einnig fjallað um þingfestingu í fjárkúgunarmáli gegn Hlín Einarsdóttur og Malín Brand í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Við ræðum við kennara sem stefna á að leggja niður störf á morgun en þeir funduðu með Sambandi íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag og sjáum hvernig fór fyrir IKEA-geitinni svokölluðu en brennuvargar sem kveiktu í geitinni í nótt voru handteknir í dag.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×