Evrópumálin verði ekki forgangsmál á næsta kjörtímabili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 18:10 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Enginn geti tekið að sér verkefni reynsluboltanna sem var sagt upp Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Sjá meira