Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 16:50 Hvert þeirra á að fá umboðið? Vísir Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson? Kosningar 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Forystufólk allra flokka sem fengu mann kjörinn á Alþingi um helgina fóru á fund forseta Íslands í gær. Þar reyndi það að sannfæra Guðna Th. Jóhannesson um hvert þeirra ætti fyrst að fá að spreyta sig á stjórnarmyndun en sitt sýnist hverjum í þeim málum.Neðst í fréttinni geturðu sagt þína skoðun.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fyrstur á fund forseta og sagði að honum loknum að flokkurinn treysti sér til að vera kjölfestan í næstu ríkisstjórn. Flokkurinn nyti langmests fylgis og því til stuðnings nefndi Bjarni að Sjálfstæðisflokkurinn ætti fyrsta þingmanninn í öllum kjördæmum. Á eftir Bjarna mætti formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, sem sagði flokk hennar vera tilbúinn að leiða eða taka þátt í breiðri meirihlutastjórn frá miðju til vinstri. Þrír forystumenn Pírata mættu á Bessastaði á eftir Katrínu. Eftir fund þeirra með forsetanum tilkynntu þeir að Píratar gætu hugsað sér að verja minnihlutastjórn Vinstri grænna, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar falli. Fjórði á fund forseta var formaður Framsóknarflokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, sem tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningunum. Hann gerði ekki tilkall til stjóranrmyndunarumboðsins en sagði að Framsóknarflokkurinn hefði mikla reynslu af samstarfi og gæti hugsað sér að vinna með öllum flokkum. Á eftir Sigurði mætti Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, á Bessastaði. Hann sagði að fundi loknum að hann hafi lagt til við forseta að Viðreisn fengi umboðið enda er flokkurinn í lykilstöðu og getur myndað ríkisstjórn jafnt til vinstri sem hægri. Í sama streng tók Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem sagði að flokkur hans sæi mikla samvinnu og samlegð með Viðreisn og því ætti hinn nýi miðjuflokkur að fá umboðið. Síðust á fund forseta var Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, en flokkur hennar beið afhroð í kosningunum á laugardag. Hún segir Samfylkinguna ekki ætla í ríkisstjórn og hefur lagt til að Katrín Jakobsdóttir fá fyrst að spreyta sig á stjórnarmyndun. Oddný sagði af sér í gær og hefur Logi Már Einarsson tekið hennar stað. En nú er spurt: Hver fengi stjórnarmyndunarumboðið ef þú værir Guðni Th. Jóhannesson?
Kosningar 2016 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira