Innlent

Framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar hættur

Samúel Karl Ólason skrifar
Kristján Guy Burgess.
Kristján Guy Burgess.
„Ég hef sent nýjum formanni Loga Einarssyni uppsagnarbréf mitt enda var það alltaf svo að framtíð mín í starfi myndi miðast við árangur í kosningum,“ segir Kristján Guy Burgess. Hann sagði í dag upp sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, ári eftir að hann hóf þar störf.

Á Facebooksíðu sinni segir Kristján að hann hafi verið viss um að botninum á fylgi Samfylkingarinnar væri náð og að eina leiðin væri upp á við.

„Það þyrfti bara að ýta á nokkra takka til að virkja fólkið, koma hugsjónunum á framfæri og spila góða pólitík, þá myndi fylgið lyftast og með því stemmingin aukast, sem myndi síðan aftur auka fylgið. Og. Koll. Af. Kolli...“

Kristján segir þó að brekkan hafi verið mun brattari og þrátt fyrir allt hafi fylgið bara haldið áfram niður á við.

„Þetta hefur verið ævintýralegur tími og meiri lífsreynsla en ég hefði nokkurn tímann getað ímyndað mér og ég er ótrúlega þakklátur fyrir samstarfið við fólkið sem ég hef unnið með og kynnst í Samfylkingunni og annars staðar í pólitíkinni. Pólitíkin er nefnilega full af góðu fólki. Venjulegu, góðu fólki í öllum flokkum, sem vill leggja sitt af mörkum fyrir þjóðarhag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×