Nóvemberspá Siggu Kling – Fiskurinn: "You´re sexy and you know it“ 4. nóvember 2016 09:00 Elsku hjartans Fiskurinn minn. Þótt það hafi nú komið fyrir að þú sért eitthvað óöruggur þá fylgir þér mikið hugrekki. Þú ert að fara inn í tímabil þar sem hugrekkið mun njóta sín og þetta tímabil er líka til þess að þú horfist í augu við það sem þú hefur frestað og komir hlutunum í gegn. Þetta tímabil er byrjað þegar þú lest þessa spá og þú munt þjóta áfram eins og flugfiskur næstu mánuði. Pínulítið meðvirknisheilkenni hangir á bakinu á þér eins og marglytta. Fólk elskar þig náttúrlega því þú hefur þessa orku til að bera. Svo ég sé enga breytingu á þessu en þú þarft að gera þér grein fyrir því að þetta er partur af þér. Þú ert oft búinn að hugsa um að taka til í kringum þig og delete-a fólk sem er sífellt svolítið að éta þig en þú heldur það yfirleitt ekki út. Þú þarft að muna að gera hlutina bara hægt. Sem er ekki alveg þinn andi. Það kemur fyrir þig að vera stundum svoldið hvekktur á taugum eða hræðast eitthvað sem skiptir engu máli. Þú þarft að læra bara að lifa með þessu því þér er gefið í vöggugjöf að hafa allan tilfinningaskalann. Þetta er samt merki listamannsins og list getur verið í svo mörgu, t.d. bara hvernig þú vilt leggja á borð, hvernig þú vilt klæða þig og svo framvegis. Það er mjög mikil ástríða í kringum þig sem tengir þig bara miklu betur ef þú ert í ástarsambandi en gefur ykkur hinum Fiskunum sem eru á lausu spennandi möguleika sem vert er að kanna: „You’re sexy and you know it“. Að sjálfsögðu getur alveg verið að þú brennir þig á ástinni en þú átt eftir að kynnast virkilega mikilli ást. Susan Boyle, sem er reyndar Hrútur, var 48 ára gömul þegar hún var uppgötvuð og hafði aldrei verið kysst. Af því hún hafði aldrei þorað. Þannig að hika er sama og tapa, ef þú ert á lausu krúttið mitt. Ekki hafa áhyggjur af peningum, það er óþarfi því peningar hafa ekki áhyggjur af þér. Það dettur inn á borð á hárréttum tíma það sem þig vantar. Þannig að slepptu þessum kvíðaköggli sem læðist stundum aftan að þér. Ég bið þig, elskan mín, að jarðtengja þig betur, vera í betra sambandi við móður Jörð til þess að ná þeirri ró sem þig vantar. Gefa þér tíma til að sitja við sjóinn og henda út álaginu og anda að þér orkunni sem veröldin vill gefa þér. Ég elska hvað þú ert ólíkur fjöldanum, lærðu að elska það líka. Þú mátt vera eyðsluseggur á peninga en andlega þarftu að byggja þig upp og passa að eyða ekki þeirri orku til einskis. Lífið er svo yndislegt og það er setningin sem þú skalt segja um leið og þú vaknar, því þá færðu meira af yndislegu lífi. Mikið hryllilega get ég verið væmin, en þetta er bara staðreynd.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Elsku hjartans Fiskurinn minn. Þótt það hafi nú komið fyrir að þú sért eitthvað óöruggur þá fylgir þér mikið hugrekki. Þú ert að fara inn í tímabil þar sem hugrekkið mun njóta sín og þetta tímabil er líka til þess að þú horfist í augu við það sem þú hefur frestað og komir hlutunum í gegn. Þetta tímabil er byrjað þegar þú lest þessa spá og þú munt þjóta áfram eins og flugfiskur næstu mánuði. Pínulítið meðvirknisheilkenni hangir á bakinu á þér eins og marglytta. Fólk elskar þig náttúrlega því þú hefur þessa orku til að bera. Svo ég sé enga breytingu á þessu en þú þarft að gera þér grein fyrir því að þetta er partur af þér. Þú ert oft búinn að hugsa um að taka til í kringum þig og delete-a fólk sem er sífellt svolítið að éta þig en þú heldur það yfirleitt ekki út. Þú þarft að muna að gera hlutina bara hægt. Sem er ekki alveg þinn andi. Það kemur fyrir þig að vera stundum svoldið hvekktur á taugum eða hræðast eitthvað sem skiptir engu máli. Þú þarft að læra bara að lifa með þessu því þér er gefið í vöggugjöf að hafa allan tilfinningaskalann. Þetta er samt merki listamannsins og list getur verið í svo mörgu, t.d. bara hvernig þú vilt leggja á borð, hvernig þú vilt klæða þig og svo framvegis. Það er mjög mikil ástríða í kringum þig sem tengir þig bara miklu betur ef þú ert í ástarsambandi en gefur ykkur hinum Fiskunum sem eru á lausu spennandi möguleika sem vert er að kanna: „You’re sexy and you know it“. Að sjálfsögðu getur alveg verið að þú brennir þig á ástinni en þú átt eftir að kynnast virkilega mikilli ást. Susan Boyle, sem er reyndar Hrútur, var 48 ára gömul þegar hún var uppgötvuð og hafði aldrei verið kysst. Af því hún hafði aldrei þorað. Þannig að hika er sama og tapa, ef þú ert á lausu krúttið mitt. Ekki hafa áhyggjur af peningum, það er óþarfi því peningar hafa ekki áhyggjur af þér. Það dettur inn á borð á hárréttum tíma það sem þig vantar. Þannig að slepptu þessum kvíðaköggli sem læðist stundum aftan að þér. Ég bið þig, elskan mín, að jarðtengja þig betur, vera í betra sambandi við móður Jörð til þess að ná þeirri ró sem þig vantar. Gefa þér tíma til að sitja við sjóinn og henda út álaginu og anda að þér orkunni sem veröldin vill gefa þér. Ég elska hvað þú ert ólíkur fjöldanum, lærðu að elska það líka. Þú mátt vera eyðsluseggur á peninga en andlega þarftu að byggja þig upp og passa að eyða ekki þeirri orku til einskis. Lífið er svo yndislegt og það er setningin sem þú skalt segja um leið og þú vaknar, því þá færðu meira af yndislegu lífi. Mikið hryllilega get ég verið væmin, en þetta er bara staðreynd.Frægir Fiskar: Elísabet Ásberg listamaður, Beggi hans Pacasar, Baltasar Kormákur leikstjóri, Díana Ómel fjöllistakona, Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, Albert Einstein, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Vigdís Hauksdóttir þingkona, Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, Svavar Örn engill, Páll Óskar poppstjarna, Katla Sign og Baby Kling.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira