Nóvemberspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þér finnst tilgangurinn verða meiri í þessu lífi 4. nóvember 2016 09:00 Elsku magnaði Sporðdreki. Þú ert að skríða inn í mjög spennandi tímabil og það sem virðist gerast er að örlögin grípa í taumana og beina þér í rétta átt svo þú verður hissa. Þetta er magnað tímabil sem þú átt fram að jólum, í það minnsta. Og þó að þér finnist þú ekki komast út úr völundarhúsinu sem þú ert í, þá er það bara á næstu dögum eða vikum sem hlutirnir munu skýrast og þú finnur að þú ert kominn í miklu öruggari höfn. Þú verður ánægðari með sjálfan þig heldur en þú hefur verið, þú átt eftir að líta einhvern veginn betur út þótt ég geti ekki útskýrt hvers vegna. Meira að segja veðrið mun ekki hafa eins mikil áhrif eins og það oft gerir. Og þótt það verði álag þá muntu ekki taka það eins mikið inn á þig og þú hefur oft gert. Þér finnst tilgangurinn verða meiri í þessu lífi og verður meira að segja ánægður með kosningarnar. Þú lætur þér fátt um finnast þótt amstur sé í kringum þig og verður sterkari í því að taka hluti ekki of alvarlega því þú munt vita að það er algjörlega tilgangslaust. Á þessum tímamótum sem eru þó nokkur mun þér finnast að þú hafir sigrað þótt það sé kannski ekki raunin, nákvæmlega eins og þegar íslenska landsliðið tapi 1-0, þá finnum við alltaf leið til að sjá að við unnum leikinn. Þannig verður afstaða þín og með þessari jákvæðu orku sem þú munt bæði búa til og finna fyrir gengur allt svo miklu betur. Fyrir þá Sporðdreka sem eru á lausu þá fylgir þessu tímabili mikill ástarkraftur. En láttu ástina finna þig, ekki leita að henni. Því þá ertu ekki heima þegar hún bankar. Það er líka gott fyrir ykkur sem eruð búin að lenda í ástarvitleysu að íhuga að ná í maka sem er kannski ekki alveg ín týpa. Því það hefur ekki virkað fyrir þig að ná í þínar týpur, svo breyttu til – þá gengur betur ! Og fyrir þig, ef þú ert í föstu sambandi skaltu beina ástríðu þinni og ást í þá átt, vegna þess að uppgjör í ástamálum núna eru ekki vænleg. Þó að þér finnist stundum líkt eins og þú sért berrassaður og allir séu að stara á þig, þá hefur þú þann eiginleika að koma þér úr allri klípu – því að það var enginn að stara á þig og þú varst ekki berrassaður. Þetta er vegna þess að þú getur ofhugsað smáatriði og gert lítinn stein að stóru fjalli. Þú skalt lyfta höndum til himins því þær eru loftnet þitt og segja: Ég er tilbúin fyrir þessi dásamlegu ævintýri sem bíða mín. Tilgangur lífsins er að leika sér og jörðin er leikvöllur. Þessu muntu sérstaklega átta þig á, fyrr en þig grunar. Frægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Elsku magnaði Sporðdreki. Þú ert að skríða inn í mjög spennandi tímabil og það sem virðist gerast er að örlögin grípa í taumana og beina þér í rétta átt svo þú verður hissa. Þetta er magnað tímabil sem þú átt fram að jólum, í það minnsta. Og þó að þér finnist þú ekki komast út úr völundarhúsinu sem þú ert í, þá er það bara á næstu dögum eða vikum sem hlutirnir munu skýrast og þú finnur að þú ert kominn í miklu öruggari höfn. Þú verður ánægðari með sjálfan þig heldur en þú hefur verið, þú átt eftir að líta einhvern veginn betur út þótt ég geti ekki útskýrt hvers vegna. Meira að segja veðrið mun ekki hafa eins mikil áhrif eins og það oft gerir. Og þótt það verði álag þá muntu ekki taka það eins mikið inn á þig og þú hefur oft gert. Þér finnst tilgangurinn verða meiri í þessu lífi og verður meira að segja ánægður með kosningarnar. Þú lætur þér fátt um finnast þótt amstur sé í kringum þig og verður sterkari í því að taka hluti ekki of alvarlega því þú munt vita að það er algjörlega tilgangslaust. Á þessum tímamótum sem eru þó nokkur mun þér finnast að þú hafir sigrað þótt það sé kannski ekki raunin, nákvæmlega eins og þegar íslenska landsliðið tapi 1-0, þá finnum við alltaf leið til að sjá að við unnum leikinn. Þannig verður afstaða þín og með þessari jákvæðu orku sem þú munt bæði búa til og finna fyrir gengur allt svo miklu betur. Fyrir þá Sporðdreka sem eru á lausu þá fylgir þessu tímabili mikill ástarkraftur. En láttu ástina finna þig, ekki leita að henni. Því þá ertu ekki heima þegar hún bankar. Það er líka gott fyrir ykkur sem eruð búin að lenda í ástarvitleysu að íhuga að ná í maka sem er kannski ekki alveg ín týpa. Því það hefur ekki virkað fyrir þig að ná í þínar týpur, svo breyttu til – þá gengur betur ! Og fyrir þig, ef þú ert í föstu sambandi skaltu beina ástríðu þinni og ást í þá átt, vegna þess að uppgjör í ástamálum núna eru ekki vænleg. Þó að þér finnist stundum líkt eins og þú sért berrassaður og allir séu að stara á þig, þá hefur þú þann eiginleika að koma þér úr allri klípu – því að það var enginn að stara á þig og þú varst ekki berrassaður. Þetta er vegna þess að þú getur ofhugsað smáatriði og gert lítinn stein að stóru fjalli. Þú skalt lyfta höndum til himins því þær eru loftnet þitt og segja: Ég er tilbúin fyrir þessi dásamlegu ævintýri sem bíða mín. Tilgangur lífsins er að leika sér og jörðin er leikvöllur. Þessu muntu sérstaklega átta þig á, fyrr en þig grunar. Frægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira