Félagslegar íbúðir dreifist víðar Sæunn Gísladóttir skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Þuríður Sigurðardóttir og Elísabet Karlsdóttir segja marga hugsa um hvernig auka megi velferð fólks í Breiðholtinu. vísir/eyþór „Við megum ekki gleyma því að Breiðholtið er stórt hverfi og það er mjög mikil fjölbreytni hérna, við megum ekki bara tala hverfið okkar niður. Það er mikill félagsauður hérna.“ Þetta segir Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti. „Það þýðir ekki að tala alltaf um að það sé svona mikill vandi í kringum þetta,“ heldur Elísabet áfram. „Við þurfum að tala það upp hvað eru mikil tækifæri hérna.“ Efra-Breiðholt hefur verið mikið til umræðu á síðustu dögum eftir að sagt var að það skæri sig úr öðrum hverfum í skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar. Elísabet segir skýrsluna alls ekki hafa komið þeim sem vinna í félagsþjónustu í Breiðholti á óvart. „Við erum mjög meðvituð um það að við erum bæði með mikið af lágtekjufólki, einstæðum foreldrum og hælisleitendum. Við erum með mikla fjölmenningu hérna. Þetta er fyrsta og fremst út af félagsbústöðum, vegna þess að húsnæði hér hefur verið á lægra verði,“ segir hún. Að sögn Elísabetar eru starfsmenn félagsþjónustunnar í Breiðholti alltaf að hugsa um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna til að mæta þörfum þessa hóps. Þuríður Sigurðardóttir sér um sérstakt fjölskylduverkefni, Tinnu, sem er úrræði fyrir unga einstæða foreldra sem hafa fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu til lengri tíma í Breiðholti. Hún segir hugsunina við verkefnið að rjúfa félagslegan arf. „Þetta eru kannski annarrar kynslóðar fjárhagsaðstoðarþegar. Stundum eru foreldrarnir að þiggja fjárhagsaðstoð en það þarf líka að huga að börnunum, þau eru ekki að nýta frístundakortin og eru ekki að aðlagast í samfélaginu nema þeim hópum sem þau tilheyra, hópi fátækra fjölskyldna.“ Þuríður segir lykilatriði að rjúfa vítahringinn með því að ná til barnanna. Einnig sé mikilvægt að efla menntunarstigið í Breiðholti, en styrkur hefur verið veittur til íslenskukennslu síðustu árin. Þuríður og Elísabet eru sammála um að gott samstarf ríki á mörgum vígstöðvum til að bæta ástandið í Breiðholti, meira að segja séu fyrirtæki sem vilji leggja sitt af mörkum. Þörf sé þó á auknu fjármagni. Þuríður segir einnig að ekki hafi tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem var byggt í Fellunum á sínum tíma. „Stefna ætti að ríkja um að dreifa félagslegum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholti.“ Fullkomin fásinnaLögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson segir í bloggfærslu, eftir að Fréttablaðið greindi frá umkvörtunum úr Fellahverfi um að lögregla sinnti hverfinu ekki vel, að lögreglumenn í Efra-Breiðholti sinni því svæði betur en nokkru öðru hverfi á hans svæði. „Góðu fréttirnar eru þær að við erum alls ekki að hunsa þetta hverfi, síður en svo. Sorglegi sannleikurinn er samt sá að það eru yfirleitt einungis tveir lögreglubílar sem sjá um eftirlit og útköll á þessu svæði, sem er bæði Kópavogur og Breiðholt,“ skrifar Birgir, einnig þekktur sem Biggi lögga. „Málið er að það kostar víst pening að halda úti löggæslu og sá peningur hefur því miður verið af skornum skammti. Þessi umræða er nefnilega nátengd umræðu síðustu vikna um stöðu lögreglunnar á Íslandi,“ segir Birgir. „Það er alls staðar skorið við nögl. Þetta er það sem við höfum verið að benda á. Þetta hefur bara verið áherslan hjá ráðamönnunum. Eða réttara sagt, þetta hefur ekki verið áherslan.“ Þá víkur Birgir að því sem haft var eftir erlendum verslunareiganda í Fellahverfi að lögregla bregðist fyrr við ef Íslendingur biður um aðstoð en ef útlendingur hringir. „Það er að sjálfsögðu algjör og fullkomin fásinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
„Við megum ekki gleyma því að Breiðholtið er stórt hverfi og það er mjög mikil fjölbreytni hérna, við megum ekki bara tala hverfið okkar niður. Það er mikill félagsauður hérna.“ Þetta segir Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri félagsmiðstöðva í Breiðholti. „Það þýðir ekki að tala alltaf um að það sé svona mikill vandi í kringum þetta,“ heldur Elísabet áfram. „Við þurfum að tala það upp hvað eru mikil tækifæri hérna.“ Efra-Breiðholt hefur verið mikið til umræðu á síðustu dögum eftir að sagt var að það skæri sig úr öðrum hverfum í skýrslu Rauða krossins um hagi lakast settu íbúa Reykjavíkurborgar. Elísabet segir skýrsluna alls ekki hafa komið þeim sem vinna í félagsþjónustu í Breiðholti á óvart. „Við erum mjög meðvituð um það að við erum bæði með mikið af lágtekjufólki, einstæðum foreldrum og hælisleitendum. Við erum með mikla fjölmenningu hérna. Þetta er fyrsta og fremst út af félagsbústöðum, vegna þess að húsnæði hér hefur verið á lægra verði,“ segir hún. Að sögn Elísabetar eru starfsmenn félagsþjónustunnar í Breiðholti alltaf að hugsa um hvernig hægt sé að bæta þjónustuna til að mæta þörfum þessa hóps. Þuríður Sigurðardóttir sér um sérstakt fjölskylduverkefni, Tinnu, sem er úrræði fyrir unga einstæða foreldra sem hafa fengið fjárhagsaðstoð til framfærslu til lengri tíma í Breiðholti. Hún segir hugsunina við verkefnið að rjúfa félagslegan arf. „Þetta eru kannski annarrar kynslóðar fjárhagsaðstoðarþegar. Stundum eru foreldrarnir að þiggja fjárhagsaðstoð en það þarf líka að huga að börnunum, þau eru ekki að nýta frístundakortin og eru ekki að aðlagast í samfélaginu nema þeim hópum sem þau tilheyra, hópi fátækra fjölskyldna.“ Þuríður segir lykilatriði að rjúfa vítahringinn með því að ná til barnanna. Einnig sé mikilvægt að efla menntunarstigið í Breiðholti, en styrkur hefur verið veittur til íslenskukennslu síðustu árin. Þuríður og Elísabet eru sammála um að gott samstarf ríki á mörgum vígstöðvum til að bæta ástandið í Breiðholti, meira að segja séu fyrirtæki sem vilji leggja sitt af mörkum. Þörf sé þó á auknu fjármagni. Þuríður segir einnig að ekki hafi tekist að vinda ofan af félagslegu leiguhúsnæði sem var byggt í Fellunum á sínum tíma. „Stefna ætti að ríkja um að dreifa félagslegum íbúðum um alla Reykjavík en ekki bara í Efra-Breiðholti.“ Fullkomin fásinnaLögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson segir í bloggfærslu, eftir að Fréttablaðið greindi frá umkvörtunum úr Fellahverfi um að lögregla sinnti hverfinu ekki vel, að lögreglumenn í Efra-Breiðholti sinni því svæði betur en nokkru öðru hverfi á hans svæði. „Góðu fréttirnar eru þær að við erum alls ekki að hunsa þetta hverfi, síður en svo. Sorglegi sannleikurinn er samt sá að það eru yfirleitt einungis tveir lögreglubílar sem sjá um eftirlit og útköll á þessu svæði, sem er bæði Kópavogur og Breiðholt,“ skrifar Birgir, einnig þekktur sem Biggi lögga. „Málið er að það kostar víst pening að halda úti löggæslu og sá peningur hefur því miður verið af skornum skammti. Þessi umræða er nefnilega nátengd umræðu síðustu vikna um stöðu lögreglunnar á Íslandi,“ segir Birgir. „Það er alls staðar skorið við nögl. Þetta er það sem við höfum verið að benda á. Þetta hefur bara verið áherslan hjá ráðamönnunum. Eða réttara sagt, þetta hefur ekki verið áherslan.“ Þá víkur Birgir að því sem haft var eftir erlendum verslunareiganda í Fellahverfi að lögregla bregðist fyrr við ef Íslendingur biður um aðstoð en ef útlendingur hringir. „Það er að sjálfsögðu algjör og fullkomin fásinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41 Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Þjónusta við Breiðhyltinga til skoðunar hjá lögreglu Embættið sakað um að sinna útköllum í Fellahverfi seint og illa. 5. nóvember 2016 13:41
Lögregla sögð hunsa Fellahverfi Erlendur verslunareigandi í Fellahverfi segir lögregluna sinna símtölum þaðan illa. Íbúar telja að þótt unnið sé öflugt starf vegna félagslegra vandamála sem hafa einkennt hverfið lengi þurfi meira fé og betri úrræði. 5. nóvember 2016 07:00