Gríðarlega erfiðar aðstæður við björgun rjúpnaskyttnanna: „Við þurftum oft að vera á fjórum fótum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 17:30 Aðstæður voru það erfiðar á Snæfellsnesi um helgina að björgunarsveitarmenn sem tóku þátt í björgun tveggja rjúpnaskyttna þurftu á köflum að skríða á fjórum fótum vegna gríðarlegs hvassviðris. Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðunum segir ljóst að illa hefði farið ef ekki hefði tekist að miða út síma skyttnanna. „Það munar gríðarlega miklu og er þeim sennilega til lífs að það var hægt að miða þá út. Ég er ekki viss um að við hefðum fundið menninna á einum til tveimur sólarhringum ef við hefðum ekki haft þennan punkt til að miða á,“ segir Hilmar Már Aðalsteinsson sem var einn af þeim fyrstu sem kom að mönnunum sem höfðu verið týndir frá því á laugardag. Neyðarlínan gat miðað staðsetningu þeirra út frá símnotkun mannanna sem gerði alla leit mun auðveldari.Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem Halldór Björgvin Ívarsson úr björgunarsveitinni Ársæll tók á vettvangiUm 200 björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum víða um land tóku þátt í aðgerðunum en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi voru aðstæður afar erfiðar. Bera þurfti einn björgunarsveitarmann niður sem slasaðist á hæl. Þá er áin sem sést á myndbandinu alla jafna einungis lækjarspræna en á skömmum tíma breyttist hún í illfæra á sem reyndist erfitt að komast yfir. „Við þurftum oft að vera á fjórum fótum, fólk var að fjúka svolítið. Á tímapunkti þurftum við að gera eins og fuglarnir í oddaflugi til að kljúfa vindinn,“ segir Hilmar. „Það er foss þarna fyrir ofan og ég fór yfir ána fyrir ofan fossinn. Þar voru menn sem lentu í hrakningum og það mátti ekki miklu muna að þeir færu niður fossinn.“Skytturnar höfðu leitað sér skjóls í hlíðum Gráborgar, ofan Hestdala sem ganga inn af Kolgrafarfirði.Vísir/Loftmyndir.isHeppni að ekki kólnaði mikiðMennirnir fundust um klukkan tvö í gær og höfðu því mátt hafast við úti yfir nóttina. Skyggni var slæmt, nokkuð blautt og mikið hvassviðri en hitastigið var þó skaplegt og segir Hilmar að það hafi einnig skipt sköpum í að vel fór. „Það er mjög mikil heppni að hitastigið hafi ekki verið aðeins kaldara. Í svona veðri verða menn alveg rennblautir sama í hversu fínum fötum maður er. Ef það hefði snöggkólnað yfir nóttina hefði ástandið orðið mjög alvarlegt,“ segir Hilmar. Hilmar segir að við eðlilegar aðstæður séu vanir menn um klukkustund að ferðast þá vegalengd sem björgunarsveitarmenn fóru til þess að ná til mannanna. Í þetta sinn voru veðurskilyrðin þannig að um sex tíma tók að fara fram og til baka. Hilmar segir að við svona aðstæður komi í ljós hversu mikilvægt sé að hafa fjölmennt lið björgunarsveita til taks. „Ég sagði við annann þeirra sem við vorum að sækja að það er svo margt fólk sem kemur að þessu. Það er svo margt sem getur komið upp á. Þá erum við með varalið sem er þurrt og óþreytt og það skiptir máli.“Gefur starfinu gildi þegar tekst að bjarga fólki úr erfiðum aðstæðumHilmar, sem er margreyndur fjallgöngumaður, segir að að gagnlegt sé fyrir þá sem stefna upp á fjöll að ferðast með áttavita. Þeir séu ekki dýrir og mjög gagnlegir þegar aðstæður versna. „Ég hef haft það fyrir reglu að ég fer ekki út án þess að vera með áttavita. ég læt ekki nægja að vera með GPS-tæki. Það að vera með áttavita um hálsinn þá sérðu hvar er norður og hvar er suður,“ segir Hilmar. Fréttastofa náði fyrr í dag stuttlega tali af öðrum mannanna sem var bjargað. Var hann afar þakklátur fyrir þá aðstoð sem þeir fengu frá björgunarsveitarmönnum. Hilmar segir það gefa starfinu gildi þegar vel tekst til í björgunaraðgerðum sem þessum. „Sérstaklega þegar okkur tekst að aðstoða fólk með þessum hætti. Þetta var ekki eina aðgerðin um helgina þar sem tókst að bjarga fólki úr erfiðum aðstæðum. Það er eitt af því sem gefur okkur mest gildi.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona voru aðstæður við björgun rjúpnaskyttnanna Björgunarsveitir máttu glíma við vatnsmiklar ár og mikið rok þegar leitað var að tveimur rjúknaskyttum um helgina. 7. nóvember 2016 10:15 Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur nú þátt í leitinni. 6. nóvember 2016 09:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Aðstæður voru það erfiðar á Snæfellsnesi um helgina að björgunarsveitarmenn sem tóku þátt í björgun tveggja rjúpnaskyttna þurftu á köflum að skríða á fjórum fótum vegna gríðarlegs hvassviðris. Björgunarsveitarmaður sem tók þátt í aðgerðunum segir ljóst að illa hefði farið ef ekki hefði tekist að miða út síma skyttnanna. „Það munar gríðarlega miklu og er þeim sennilega til lífs að það var hægt að miða þá út. Ég er ekki viss um að við hefðum fundið menninna á einum til tveimur sólarhringum ef við hefðum ekki haft þennan punkt til að miða á,“ segir Hilmar Már Aðalsteinsson sem var einn af þeim fyrstu sem kom að mönnunum sem höfðu verið týndir frá því á laugardag. Neyðarlínan gat miðað staðsetningu þeirra út frá símnotkun mannanna sem gerði alla leit mun auðveldari.Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband sem Halldór Björgvin Ívarsson úr björgunarsveitinni Ársæll tók á vettvangiUm 200 björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum víða um land tóku þátt í aðgerðunum en líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi voru aðstæður afar erfiðar. Bera þurfti einn björgunarsveitarmann niður sem slasaðist á hæl. Þá er áin sem sést á myndbandinu alla jafna einungis lækjarspræna en á skömmum tíma breyttist hún í illfæra á sem reyndist erfitt að komast yfir. „Við þurftum oft að vera á fjórum fótum, fólk var að fjúka svolítið. Á tímapunkti þurftum við að gera eins og fuglarnir í oddaflugi til að kljúfa vindinn,“ segir Hilmar. „Það er foss þarna fyrir ofan og ég fór yfir ána fyrir ofan fossinn. Þar voru menn sem lentu í hrakningum og það mátti ekki miklu muna að þeir færu niður fossinn.“Skytturnar höfðu leitað sér skjóls í hlíðum Gráborgar, ofan Hestdala sem ganga inn af Kolgrafarfirði.Vísir/Loftmyndir.isHeppni að ekki kólnaði mikiðMennirnir fundust um klukkan tvö í gær og höfðu því mátt hafast við úti yfir nóttina. Skyggni var slæmt, nokkuð blautt og mikið hvassviðri en hitastigið var þó skaplegt og segir Hilmar að það hafi einnig skipt sköpum í að vel fór. „Það er mjög mikil heppni að hitastigið hafi ekki verið aðeins kaldara. Í svona veðri verða menn alveg rennblautir sama í hversu fínum fötum maður er. Ef það hefði snöggkólnað yfir nóttina hefði ástandið orðið mjög alvarlegt,“ segir Hilmar. Hilmar segir að við eðlilegar aðstæður séu vanir menn um klukkustund að ferðast þá vegalengd sem björgunarsveitarmenn fóru til þess að ná til mannanna. Í þetta sinn voru veðurskilyrðin þannig að um sex tíma tók að fara fram og til baka. Hilmar segir að við svona aðstæður komi í ljós hversu mikilvægt sé að hafa fjölmennt lið björgunarsveita til taks. „Ég sagði við annann þeirra sem við vorum að sækja að það er svo margt fólk sem kemur að þessu. Það er svo margt sem getur komið upp á. Þá erum við með varalið sem er þurrt og óþreytt og það skiptir máli.“Gefur starfinu gildi þegar tekst að bjarga fólki úr erfiðum aðstæðumHilmar, sem er margreyndur fjallgöngumaður, segir að að gagnlegt sé fyrir þá sem stefna upp á fjöll að ferðast með áttavita. Þeir séu ekki dýrir og mjög gagnlegir þegar aðstæður versna. „Ég hef haft það fyrir reglu að ég fer ekki út án þess að vera með áttavita. ég læt ekki nægja að vera með GPS-tæki. Það að vera með áttavita um hálsinn þá sérðu hvar er norður og hvar er suður,“ segir Hilmar. Fréttastofa náði fyrr í dag stuttlega tali af öðrum mannanna sem var bjargað. Var hann afar þakklátur fyrir þá aðstoð sem þeir fengu frá björgunarsveitarmönnum. Hilmar segir það gefa starfinu gildi þegar vel tekst til í björgunaraðgerðum sem þessum. „Sérstaklega þegar okkur tekst að aðstoða fólk með þessum hætti. Þetta var ekki eina aðgerðin um helgina þar sem tókst að bjarga fólki úr erfiðum aðstæðum. Það er eitt af því sem gefur okkur mest gildi.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona voru aðstæður við björgun rjúpnaskyttnanna Björgunarsveitir máttu glíma við vatnsmiklar ár og mikið rok þegar leitað var að tveimur rjúknaskyttum um helgina. 7. nóvember 2016 10:15 Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur nú þátt í leitinni. 6. nóvember 2016 09:43 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Svona voru aðstæður við björgun rjúpnaskyttnanna Björgunarsveitir máttu glíma við vatnsmiklar ár og mikið rok þegar leitað var að tveimur rjúknaskyttum um helgina. 7. nóvember 2016 10:15
Rjúpnaskytta saknað: Erfiðar aðstæður til leitar á Snæfellsnesi Liðsauki frá höfuðborgarsvæðinu tekur nú þátt í leitinni. 6. nóvember 2016 09:43