Lilja um Trump: „Við skulum sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2016 14:55 Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir ljóst að Bandaríkjamenn hafi kosið breytingar í nótt. Henni hugnast ekki orðræða Donalds Trump en of snemmt sé að segja hvernig forseti hann muni verða. Hún segir að íslenska utanríkisráðuneytið sé byrjað að skoða hvernig kjör nýs Bandaríkjaforseta gæti haft áhrif á Ísland og íslenska hagsmuni. Það sé þó of snemmt að koma með yfirlýsingar um hvernig orðræða hans í kosningabaráttunni muni endurspeglast í raunverulegum stefnumálum. „Samstarf okkar við Bandaríkin skiptir okkur mjög miklu máli. Það er erfitt að ráða í stefnu hans en sumt af henni hefur ekki verið listað upp. Hins vegar hefur hann auðvitað haft ákveðin orð um Atlantshafsbandalagið og það að framlög ríkja til bandalagsins verði jafnari en nú hefur verið. Við horfum til þess og erum að meta hvaða áhrif þetta hefur á bandalagið,“ segir Lilja.Sjá einnig: Donald Trump kjörinn forseti BandaríkjannaLilja bendir á að á sínum hafi verið uppi efasemdir um Ronald Reagan þegar hann var fyrst kjörinn forseti Bandaríkjanna. Þær áhyggjur hafi ekki verið á rökum reistar. Hún segir að sér hugnist ekki sú orðræða sem Trump hefur haft í kosningabaráttunni þar sem hann hefur meðal annars talað niðrandi um konur, múslima og Mexíkóa. Það sé þó mikilvægt að sjá hvernig hann hagi sér sem forseti. „Okkur hugnast að sjálfsögðu ekki sú orðræða, það gefur auga leið. Við skulum samt sjá hvernig frambjóðandinn breytist í forseta og hvort að þessi orðræða breytist ekki töluvert á þeirri vegferð.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59 Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20 Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
„Málflutningur þröngsýni og haturs virðist hafa haft sigur í nótt“ Katrín Jakobsdóttir segist döpur yfir niðurstöðunum. 9. nóvember 2016 09:59
Obama boðar Trump til fundar Obama hringdi fyrr í dag Trump til að óska honum til hamingju með sigurinn. 9. nóvember 2016 14:20
Innsýn í samfélög í Bandaríkjunum þar sem Trump naut mikils stuðnings Margir Íslendingar þekkja Bandaríkjamenn en 9. nóvember 2016 11:50