Þjálfari Patriots segist vera góðvinur Trump Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2016 23:15 Donald Trump og Bill Belichick. vísir/Getty Það vakti athygli á lokaspretti kosningabaráttunnar í forsetakjöri Bandaríkjanna þegar Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, las upp bréf frá Bill Belichick, þjálfara NFL-liðsins New England Patriots. Belichick óskaði Trump með „framúrskarandi kosningabaráttu“ og segir að honum hafi verið gert erfitt fyrir með óhliðhollri og neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum. Hann segist bera ómælda virðingu fyrir Trump vegna þeirrar þrautsegju sem hann hefur þurft að sýna undanfarið ár. Sem kunnugt er var Trump kjörinn Bandaríkjaforseti í nótt og Belichick tjáði sig um bréf sitt til hans á blaðamannafundi í dag. Sjá einnig: Kaus Brady í alvöru Trump? „Ég skrifa hundruði bréfa og minnisblaða í hverjum mánuði. Það þýðir ekki að ég sé sammala því sem viðkomandi segir í einu og öllu. En ég á í vináttusambandi við marga og þetta snýst um það. Þetta snýst ekki um stjórnmálin.“ „Ég hef fengið margar fyrirspurnir um bréfið sem ég skrifaði Donald Trump á mánudag. Vinátta okkar er margra ára gömul,“ sagði Trump sem benti á að John Kerry, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið gestur hans í búningsklefa Patriots á dögunum. Kerry sé einnig góðvinur Belichick. New England Patriots leikur næst gegn Seattle Seahawks um helgina og neitaði Belichick að svara frekari spurningum um Trump og bréfið. Svar hans við öllum spurningum var einfalt: „Seattle.“ Öllum öðrum spurningum um Trump var svarað með þessu eina orði og greip hann ítrekað frammi fyrir viðkomandi blaðamanni ef honum sýndist svo. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér. Donald Trump NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Það vakti athygli á lokaspretti kosningabaráttunnar í forsetakjöri Bandaríkjanna þegar Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, las upp bréf frá Bill Belichick, þjálfara NFL-liðsins New England Patriots. Belichick óskaði Trump með „framúrskarandi kosningabaráttu“ og segir að honum hafi verið gert erfitt fyrir með óhliðhollri og neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum. Hann segist bera ómælda virðingu fyrir Trump vegna þeirrar þrautsegju sem hann hefur þurft að sýna undanfarið ár. Sem kunnugt er var Trump kjörinn Bandaríkjaforseti í nótt og Belichick tjáði sig um bréf sitt til hans á blaðamannafundi í dag. Sjá einnig: Kaus Brady í alvöru Trump? „Ég skrifa hundruði bréfa og minnisblaða í hverjum mánuði. Það þýðir ekki að ég sé sammala því sem viðkomandi segir í einu og öllu. En ég á í vináttusambandi við marga og þetta snýst um það. Þetta snýst ekki um stjórnmálin.“ „Ég hef fengið margar fyrirspurnir um bréfið sem ég skrifaði Donald Trump á mánudag. Vinátta okkar er margra ára gömul,“ sagði Trump sem benti á að John Kerry, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið gestur hans í búningsklefa Patriots á dögunum. Kerry sé einnig góðvinur Belichick. New England Patriots leikur næst gegn Seattle Seahawks um helgina og neitaði Belichick að svara frekari spurningum um Trump og bréfið. Svar hans við öllum spurningum var einfalt: „Seattle.“ Öllum öðrum spurningum um Trump var svarað með þessu eina orði og greip hann ítrekað frammi fyrir viðkomandi blaðamanni ef honum sýndist svo. Upptöku af blaðamannafundinum má sjá hér.
Donald Trump NFL Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira