Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2016 18:38 Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir. Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir.
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04