Seðlabankinn skoðar viðbrögð við trúnaðarbroti Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. október 2016 18:38 Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir. Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Óvíst er hvaða áhrif trúnaðarbrot framkvæmdastjóra Seðlabankans gangvart bankanum, mun hafa á störf hans fyrir bankann en trúnaðarbrotið viðurkenndi hann í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara í öðru máli árið 2012. Seðlabankinn vinnur að skýrslu um lánveitingu bankans til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett og söluna á danska bankanum FIH. Ástæða þess að Sigurður Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri Seðlabanka Íslands var boðaður í skýrslutöku hjá embætti Sérstaks saksóknara í janúar 2012 er vegan máls sem embættið hafði ril rannsóknar en það tengdist meintum skilasvikum Landsbankans. „Þetta tengist að því leitinu til að það var haft samband við og starfsmenn Seðlabankans spurðir til að kanna með hver staða Landsbankans var á þeim tíma sem þetta átti sér stað og þeirri rannsókn lau fyrir allnokkru síðan og niðurstaða saksóknara var sú að þætti ekki nægilegt til útgáfu ákæru,“ sagði Ólafur Þór Hauksson,“ héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu í dag. Í skýrslutökunni spurði Ólafur Þór Sturlu um símtal Davíðs Dddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra í tengslum við lánveitingu Seðlabanka Íslands til Kaupþings daginn sem neyðarlögin voru sett árið 2008. En lánið, 500 milljónir evra eða tæplega 80 milljarðar íslenskra króna, var tekið út úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans til að bjarga Kaupþingi frá falli. Samt sem áður og þrátt fyrir lánveitinguna féll Kaupþing þremur dögum eftir að neyðarlögin höfðu verið sett. Í skýrslutöku sérstaks saksóknara yfir Sigurði kemur fram að þáverandi seðlabankastjóri hafi sagt við Geir H. Haarde að lánið myndi ekki fást greitt til baka og virðast þeir tveir ekki sammála um hvor hafi tekið ákvörðun um lánveitinguna til Kaupþings. Í hádegisfréttum Bylgunnar í dag sagði Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingis, að nýbirt gögn varðandi lánveitinguna í aðdraganda bankahrunsins kalli á frekari rannsókn á málinu og hvetur jafnframt Geir H. Haarde til að leyfa birtingu á samtali hans og Davíðs Oddssonar. „Mér finnst að við eigum bara rétt á því að ljúka uppgjörinu á hruninu með því að það sé upplýst um allt þetta. Þetta er stærsta eftirmál hrunsins sem enn er óleyst. Mér finnst sömuleiðis ábyrgðarhluti af embættismanni í utanríkisþjónustu Íslands að koma í veg fyrir að við fáum bara sem þjóð og samfélag að vita hvað þarna gekk á,“ sagði Björn Valur. Fréttastofan reyndi ítrekað að fá viðbrögð Davíðs Oddsonar í dag. Seðlabankinn vinnur að skýrslu vegna lánveitingar bankans til Kaupþings á sínum tíma og vegna sölu bankans á FIH bankanum í Danmörku. Samkvæmt svari Seðlabankans við fyrirspurn fréttastofu er vinna við skýrsluna farin af stað en óljóst er hvenær skýrslan verður gefin út því önnur vinna innan bankans, svo sem þau sem snerta meginmarkmið bankans um stöðugleika í verðlagi og fjármálastöðugleika taka mikinn tíma. Í skýrslutökunni hjá sérstökum saksóknara viðurkenndi Sturla að hafa brotið trúnaðarskyldu gagnvart Seðlabanka íslands þegar hann upplýsti eiginkonu sína um aðgerðir bankans í aðgraganda neyðarlaganna. „Þegar skýrslan er tekin þá er trúnaðarbrotið sennilega fyrnt. Brot sem að varða við eins árs fangelsi eða minna, þau fyrnast á tveimur árum samkvæmt ákveðinni grein hegningarlaga,“ sagði Ólafur Þór Hauksson. Við fyrirspurn fréttastofu vegna trúnaðarbrots Sigurðar sagði bankinn að rík þagnarskylda hvíli á starfsmönnum. Um starfsmannamál gilda ákveðin lög sem takmarka hvaða upplýsingar sem Seðlabankinn megi veita um mál einstakra starfsmanna, t.d. varðandi möguleg viðbrögð við meintum brotum. Mál það er hér um ræðir er nú skoðað með tilliti til þeirra reglna sem um slíkt gildir.
Tengdar fréttir Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24 Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12 Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Trúnaðarbrot Sturlu í Seðlabankanum var fyrnt Greindi eiginkonu sinni, lögfræðingi hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, frá því að Seðlabankinn myndi aðeins bjarga einum banka og Sigurjón Þ. Árnason væri búinn að kasta inn handklæðinu. 20. október 2016 14:24
Bjarni um ásakanir á hendur Engeyjarættinni: „Þetta er bara ógeðslegt“ Bjarni Benediktsson fjármálaræðherra ræddi umræðu sem skapaðist eftir umfjöllun um símtalið umtalaða í miðju bankahruninu. 20. október 2016 17:12
Viðurkenndi að hafa brotið trúnað um aðgerðir Seðlabankans fyrir setningu neyðarlaga Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Seðlabankanum, greindi eiginkonu sinni, sem starfaði sem lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja, frá aðgerðum Seðlabankans tveimur dögum fyrir setningu neyðarlaganna. 19. október 2016 21:04