Himinlifandi með gistinguna hjá Guðna á Bessastöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2016 11:58 Bresku hjónin náðu ekki góðum samfelldum svefni á bílastæðinu þar sem nokkuð blés Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Friðrik Brekkan leiðsögumaður bankaði upp á hjá breskum hjónum á bílaplaninu við Bessastaðakirkju á föstudagsmorguninn. Klukkan var 9:15 og Friðrik spurði einfaldlega: „Var ég nokkuð að vekja ykkur?“ Ferðalangarnir svöruðu því til að þeir væru nývaknaðir en hjónin, sem voru um sextugt, sögðust alveg vera í skýjunum yfir að geta gist í húsbílnum sínum á svo fallegum stað, við heimili forsetans Guðna Th. Jóhannessonar, bæði óárreytt og ókeypis. Reyndar hafði blásið nokkuð hressilega á þau um nóttina svo að nætursvefninn hafði ekki verið alveg samfelldur. Þau væru engu að síður að hugsa um að gista eina nótt í viðbót á planinu. Friðrik vakti athygli á þessari uppákomu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar þar sem hann segist í raun hafa verið að hæðast að fólkinu, í hófi þó, og ekki skammað þau eða neitt slíkt. Ferðamennirnir sem voru á vegum Friðriks í rúnti um höfuðborgarsvæðið voru þó forvitin um myndatöku Friðriks sem smellti af. Bresku hjónin veltu fyrir sér að gista aðra nótt á planinu. Ekki liggur fyrir hvort þau hafi gert það eða ekki. Gerviupptökuvélar og skilti Friðrik sem er eldri en tvævetur í ferðabransanum er þeirrar skoðunar að þarna sé of langt gengið. „Þetta er yfirgengileg frekja. Það vita allir að þetta er forsetaembætti, fánanum flaggað og allt,“ segir Friðrik. Hann sjái hluti sem megi betur fara daglega í starfi sínu en upp úr standi fólk á húsbílum, sérstaklega á svonefndum camperbílum, sem leggi hingað og þangað ókeypis en nýti sér þjónustu tjaldsvæða á sama tíma. Hann hafi sjálfur orðið vitni að því á Lýsuhóli á Snæfellsnesi þegar fólk á slíkum bílum ók inn á tjaldsvæðið, nýtti sér sturtu og salernisaðstöðu auk þess að vaska upp í leiðinni. Svo var ekið á brot og lagt annars staðar, þar sem ekki þarf að borga fyrir gistingu. Umsjónarfólkið á Lýsuhóli hafi sagst ekki hafa mannskap til að fylgjast með öllum sem komi inn og út.Friðrik segir eina lausn þá að setja upp skilti sem minni fólk á að bannað sé að gista yfir nótt á viðkomandi stöðum, svo sem á bílastæðinu við Bessastaði. Þá megi vel koma upp gerviupptökuvélum á tjaldstæðum þar sem væri skilti fyrir neðan þar sem fólk sé minnt á að greiða fyrir þjónustu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira