Stefndi í að Te & Kaffi í Kringlunni yrði sektað vegna Kvennafrídagsins Anton Egilsson skrifar 24. október 2016 22:55 Það varðar sektum að loka búðum í Kringlunni. Jafnvel þó það sé Kvennafrídagur. Vísir/Valli/Stefán/Ernir Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Framkvæmdastjóri Kringlunnar segir að engum verslunum hafi þurft að loka í dag að hans vitund. Það sé ekki heimilt samkvæmt þeim skilmálum sem aðilar gangast undir sem koma inn í Kringluna. Te & Kaffi lokaði helmingi staða sinna á þriðja tímanum í dag í tilefni Kvennafrídagsins svo starfsmenn af kvenkyni gætu mætt á samstöðufund á Austurvelli. Til stóð að loka staðnum í Kringlunni í dag þar til forsvarsmenn kaffihúsakeðjunnar voru minntir á samning sinn við eigendur Kringlunnar. „Það er bara hluti af því að virða þær reglur sem gilda um það,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Loki verslanir í Kringlunni þurfa þær að greiða sektir. Þeim tókst þó öllum að halda starfsemi gangandi í dag þrátt fyrir samstöðufundinn. „Ég veit til þess að það var fullt af konum sem fóru úr Kringlunni í dag og sóttu samstöðufundinn. Það er þá eigenda og rekstraraðila að tryggja það að verslanir og þjónusta og veitingastaðir séu áfram opnir.“Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdarstjóri Kringlunnar.VísirNáðu að manna staðinn með strákumAðspurður segist Sigurjón hafa fengið eina tilkynningu frá rekstaraðila í Kringlunni að fyrirtækið hygðist loka fyrr í dag vegna Kvennafrídagsins. „En það varð ekkert úr því. Ég átti spjall við hann og rifjaði upp með honum hvaða reglur hann hefði gengist undir og hann svo sem áttaði sig á því og tryggði það að staðurinn hjá honum var áfram opinn.“ Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Te & Kaffi, segir að fyrirtækið hafi hvatt allar konur til að fara fyrr í dag og mæta á samstöðufundinn. Helmingi staðanna hafi verið lokað fyrr og það hafi verið uppleggið í Kringlunni líka, enda konur um 80% starfsmanna fyrirtækisins og hlutfallið enn hærra í Kringlunni. Þeir hafi hins vegar verið minntir á samninga sína við Kringluna og þurft að taka til sinna ráða. „Að lokum náðum við að manna staðinn með strákum,“ segir Halldór ánægður með að tekist hafi að leysa úr málinu.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira