„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 12:37 „Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
„Það sem kom út úr þessum fundi er að þessir flokkar lýsa sínum eindregna vilja til þess ef þeir fá til þess umboð kjósenda að setjast niður að loknum kosningum og láta reyna á myndun meirihlutastjórnar og við teljum að þessi samtöl hafi sýnt að það er mikill samhljómur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fjölmiðla eftir fund stjórnarandstöðuflokkanna í morgun. Í kjölfar fundarins sendu formenna allra flokkanna, það er Pírata, Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu því yfir að fái þeir til þess meirihluta í kosningunum á laugardag þá muni þeir kanna möguleikann á ríkisstjórnarsamstarfi. Katrín tók það fram að það eigi eftir að kjósa. „Við metum stöðuna út frá umboði almennings það er auðvitað fólkið í landinu sem hefur síðasta orðið að sjálfsögðu en þarna er vilji þessara flokka staðfestur til þess að láta reyna á samstarf.“ Að sögn Katrínar er ekki búið að leggja drög að stjórnarsáttmála eða skiptinu ráðuneyta. Það sé bara búið að fara yfir þessar stóru línur.Segir að Píratar vilji vera sveigjanlegir Birgitta Jónsdóttir Pírati segir það algjörlega ljóst að nái þessir flokkar meirihluta þá ætli þeir að hefja viðræður um stjórnarmyndun. „Við viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið,“ sagði Birgitta við fjölmiðla eftir fundinn í dag. „Nú höfum við gert það sem hefur verið kallað lengi eftir í íslensku samfélagi fyrir kosningar að það sé skýr valkostur fyrir kosnignar og ef að þú greiðir þessum flokkum atkvæði þá ertu ekki að greiða atkvæði með Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum.“ Birgitta segir ekki sé byrjað að semja um neitt formlega en að í viðræðunum muni Píratar vera sveigjanlegir, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. „Við Píratar munum að sjálfsgöðu gera allt sem í okkar valdi stendur að fara í þannig umræður að við séum sveigjanleg. Við erum ekki þannig að við viljum eyðileggja möguleikann á því að geta haldið þessu samtali áfram eftir kosningar út af einhverju sem að maður myndi telja að væri eitthvað sem margir litu ekki á sem forgangsmál.“Höskuldur Kári Schram fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við formenn flokkanna eftir fundinn í dag og má sjá viðtölin í myndskeiðinu efst í fréttinni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49