Saka Eygló um blekkingarleik af verstu gerð Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2016 09:57 Ellen Calmon er formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Anton Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Öryrkjabandalagið hafnar alfarið orðum Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, um að skortur á samstarfsvilja bandalagsins við almannatrygginganefnd sé ástæða þess að öryrkjar hafi ekki fengið kjarabætur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ÖBÍ þar sem brugðist er við orðum Eyglóar, sem hún lét falla í fréttum RÚV 9. október. Segir að með yfirlýsingu sinni hafi ráðherra valið þá leið að kasta ryki í augu almennings með því að gera tilraun til þess að rugla saman tveimur ólíkum þáttum. „Það stenst enga skoðun þegar sagt er að kerfisbreytingar séu skilyrði þess að bæta hag örorkulífeyrisþega. ÖBÍ tók virkan þátt í starfi nefndar um endurskoðun laga um almannatrygginga. ÖBÍ skilaði meðal annars skýrslu til nefndarinnar í maí 2015 með tillögum bandalagsins að heildstæðu starfsgetumatskerfi og framfærslu á grundvelli þess. Lagðar voru til breytingar á kerfinu sem hefðu falið í sér sátt og málamiðlun á milli ólíkra sjónarmiða innan nefndarinnar. Nær ekkert tillit var tekið til tillagna ÖBÍ í skýrslu endurskoðunarnefndarinnar. Niðurstöður nefndar um endurskoðun laga um almannatryggingar voru einfaldlega aðrar en þær sem ÖBÍ lagði til. Bandalagið gat því ekki skrifað undir skýrslu endurskoðunarnefndarinnar og skilaði séráliti. Í framhaldi af skýrslu nefndarinnar var ákveðið að vinna að frumvarpi að lögum. Frumvarpið átti að grundvallast af tillögum nefndarinnar. Í starfi nefndarinnar voru allar hugmyndir ÖBÍ barðar niður og því var rökrétt að bandalagið gæti ekki tekið þátt í slíkri vinnu. Mikilvægt er einnig að vekja athylgi á því að kerfisbreytingar eru ekki skilyrði þess að hagur fólks sé bættur. Nauðsynlegar úrbætur, s.s. að taka úr krónu á móti krónu skerðingar (sérstöku framfærsluuppbótina), er hægt að framkvæma strax ef vilji er fyrir hendi og án þess að taka upp starfsgetumat. Það ætti að teljast augljóst að ráðherra getur einfaldlega ekki varpað frá sér ábyrgðinni af því að hækka ekki lífeyrisgreiðslur til annarra en þeirra sem tóku þátt í endanlegri ákvörðun. Grundvallaratriði málsins er að bættur hagur örorkulífeyrisþega er alltaf ákvörðun stjórnvalda á hverjum tíma. ÖBÍ hefur aldrei og mun aldrei standa gegn bættum hag örorkulífeyrisþega. Að halda öðru fram eru blekkingarleikur af verstu gerð,“ segir í yfirlýsingunni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Öryrkjar ósáttir við „stærstu kerfisbreytingu í áratugi“ Formaður Öryrkjabandalagsins gagnrýnir þær breytingar sem ríkisstjórnin ætlar gera á almannatryggingakerfinu og segir að þær muni ekki gagnast sínum félagsmönnum. 8. október 2016 21:13