Máttur Facebook skilaði atkvæðinu heim frá Kanada Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:06 Aðalheiður. Skjáskota af heimasíðu CBC. Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi. Kosningar 2016 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira