Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 09:00 Ingvi Hrafn Jónsson mun halda áfram með Hrafnaþing en rekstur ÍNN verður undir Birni Inga Hrafnssyni. Vísir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN. Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN.
Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum Sjá meira
Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56