Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 09:00 Ingvi Hrafn Jónsson mun halda áfram með Hrafnaþing en rekstur ÍNN verður undir Birni Inga Hrafnssyni. Vísir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN. Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN.
Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56