Innlent

Sjálfstæðisflokkur og Píratar stærstu flokkarnir í nýrri könnun MMR

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson úr Sjálfstæðisflokknum og Birgitta Jónsdóttir úr Pírötum.
Bjarni Benediktsson úr Sjálfstæðisflokknum og Birgitta Jónsdóttir úr Pírötum. vísir
Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mælast stærstir í nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina. Í tilkynningu frá MMR kemur fram að könnunin var framkvæmd daga 6. til 13. október 2016 og var heildarfjöldi svarenda 950 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Helstu niðurstöður eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,4 prósenta fylgi en Píratar með 19,6 prósenta fylgi. Píratar mældust stærstir í síðustu könnuna MMR sem lauk 26. september en þá mældist flokkurinn með 21,6 prósenta fylgi.

Vinstri græn mælast með 14,5 prósenta fylgi og bæta við sig þremur prósentustigum frá síðustu könnun, Viðreisn með 10,2 prósenta fylgi, lækkar um 2,1 prósentustig, Framsókn 9,2 prósenta fylgi, lækkar um 3 prósentustig, Samfylkingin 9,0 prósenta fylgi, 9,3 áður, og Björt framtíð með 8,2 prósenta fylgi, samanborið við 4,9 prósenta fylgi áður.

Aðrir flokka mældust með þriggja prósenta fylgi en stuðningur við ríkisstjórnina mælist 34,1 prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×