Innlent

Aðdáendur norðurljósa ollu árekstri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norðurljósin vekja yfirleitt mikinn áhuga.
Norðurljósin vekja yfirleitt mikinn áhuga. vísir/vilhelm

Umferðaróhapp varð á Grindavíkurvegi við Seltjörn í gærkvöld þegar tveir erlendir ferðamenn voru þar á ferðinni til að skoða norðurljósin.

Ökumaðurinn ákvað að breyta um akstursstefnu og tók u–beygju á veginum. Ökumaður bifreiðar sem ekið var í sömu átt sá fyrrnefndu bifreiðina ekki fyrr en of seint og hafnaði bifreið hans í hlið hinnar að því er segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Mikil þoka og myrkur voru á vettvangi þegar óhappið varð. Flytja þurfti ökumann annarrar bifreiðarinnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en ferðamennirnir erlendu sluppu ómeiddir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.