Dogme ljósmyndun inn á Goldfinger Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. október 2016 08:00 Listafólkið Auður Ómarsdóttir og Viðar Logi Kristinsson fengu ansi krefjandi ljósmyndunarverkefni nú á dögunum. Vísir/GVA Pairs Project virkar þannig að 10 ljósmyndurum víðsvegar að úr heiminum var boðið að taka þátt og fengu sérstök fyrirmæli um hvernig skyldi vinna verkefnið. Ljósmyndirnar máttu aðeins vera teknar á 35mm filmu, aðeins eina filmu átti að senda til tímaritsins til framköllunar. „Filman okkar festist í pósti og var endursend, svo við náðum að koma henni til skila á síðasta séns og fengum að vera með. Enduðum svo á forsíðu tímaritsins,“ segir Auður Ómarsdóttir sem vann þetta verkefni ásamt félaga sínum Viðari Loga Kristinssyni. Pairs Project er tímarit eða zine sprungið út frá lífsstílstímaritinu Eclectic Magazine og mun það koma út einu sinni á ári. Það kemur nú í fyrsta sinn út í takmörkuðu magni í byrjun október í fimm borgum: Amsterdam, Berlín, London, Mílanó og París. Verkefnið kom upp í hendurnar á þeim Viðari og Auði þannig að Viðar hafði áður unnið fyrir tímaritið Eclectic Magazine, en listrænn stjórnandi þess er einn af þeim sem stendur fyrir Pairs project. Hann bauð Viðari að taka þátt og Viðar bauð Auði að skjóta myndatökuna með sér. Viðar leigði á þeim tíma í kjallaranum hjá Auði og vissi að hún var mikið að skjóta analog og fannst því kjörið að fá hana til að vinna verkefnið með sér.Nú skildist mér að myndirnar hafi verið teknar inni á Goldfinger, af hverju þar? „Staðurinn er einn af þeim síðustu hérlendis af sinni tegund og okkur fannst áhugavert að fara þangað og skyggnast inn í þá fagurfræði sem einkennir slíkan stað. Staðurinn er innréttur á mjög áhugaverðan hátt, litirnir, myndirnar á veggjunum, gerviblómin og stytturnar. Við fengum tvo stráka og eina stelpu, öll snoðuð, til þess að sitja fyrir. Útlit þeirra heillaði okkur og var eins og einhver andstæða við staðinn. Þau voru eins og unglingar í dularfullum leik að leita sér að einhverju til að gera. Eins og þau hefðu brotist þar inn til að hanga og spila teknó og drekka breezer.“Má eiga von á einhverju fleira svipuðu frá ykkur? „Ég vinn í myndlist og er því að skipuleggja komandi sýningar, bæði hér heima og í Berlín. Ég vinn mikið með ljósmyndir í listinni og er einnig að vinna að sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem verður snemma næsta árs. Viðar er með mörg spennandi verkefni í gangi, ljósmyndaseríur og herferð sem hann skipuleggur nú. En Pairs project er eina verkefnið sem við höfum unnið saman.“Mynd úr verkefninu.Mynd/Auður og ViðarReglur myndaseríunnar1. Það var bannað að skjóta í stúdíó og einungis leyft að taka myndirnar á tökustað. 2. Það var bannað að koma með leikmuni eða sviðsmyndir – ef leikmunur átti að vera notaður þurfti myndatakan að fara fram á þeim stað sem leikmunurinn er geymdur á. 3. Það voru strangar reglur um val á fatnaði en módelin urðu að velja föt úr þeim sem tískustjórnandinn kom með og urðu einnig að klæða sig í þau sjálf eftir eigin höfði. 4. Þrífótur og tímastillingar voru ekki leyfðar. 5. Eina lýsingin sem var leyfð var innbygt flass. 6. Ekki var leyfilegt að nota filtera eða annað slíkt. 7. Bannað var að svindla á tíma og rúmi. 8. Ekki var tekið við myndaseríu með ákveðnu þema. 9. Einungis leyfilegt að taka myndirnar á 35mm filmu. 10. Engin eftirvinnsla var leyfð. Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Pairs Project virkar þannig að 10 ljósmyndurum víðsvegar að úr heiminum var boðið að taka þátt og fengu sérstök fyrirmæli um hvernig skyldi vinna verkefnið. Ljósmyndirnar máttu aðeins vera teknar á 35mm filmu, aðeins eina filmu átti að senda til tímaritsins til framköllunar. „Filman okkar festist í pósti og var endursend, svo við náðum að koma henni til skila á síðasta séns og fengum að vera með. Enduðum svo á forsíðu tímaritsins,“ segir Auður Ómarsdóttir sem vann þetta verkefni ásamt félaga sínum Viðari Loga Kristinssyni. Pairs Project er tímarit eða zine sprungið út frá lífsstílstímaritinu Eclectic Magazine og mun það koma út einu sinni á ári. Það kemur nú í fyrsta sinn út í takmörkuðu magni í byrjun október í fimm borgum: Amsterdam, Berlín, London, Mílanó og París. Verkefnið kom upp í hendurnar á þeim Viðari og Auði þannig að Viðar hafði áður unnið fyrir tímaritið Eclectic Magazine, en listrænn stjórnandi þess er einn af þeim sem stendur fyrir Pairs project. Hann bauð Viðari að taka þátt og Viðar bauð Auði að skjóta myndatökuna með sér. Viðar leigði á þeim tíma í kjallaranum hjá Auði og vissi að hún var mikið að skjóta analog og fannst því kjörið að fá hana til að vinna verkefnið með sér.Nú skildist mér að myndirnar hafi verið teknar inni á Goldfinger, af hverju þar? „Staðurinn er einn af þeim síðustu hérlendis af sinni tegund og okkur fannst áhugavert að fara þangað og skyggnast inn í þá fagurfræði sem einkennir slíkan stað. Staðurinn er innréttur á mjög áhugaverðan hátt, litirnir, myndirnar á veggjunum, gerviblómin og stytturnar. Við fengum tvo stráka og eina stelpu, öll snoðuð, til þess að sitja fyrir. Útlit þeirra heillaði okkur og var eins og einhver andstæða við staðinn. Þau voru eins og unglingar í dularfullum leik að leita sér að einhverju til að gera. Eins og þau hefðu brotist þar inn til að hanga og spila teknó og drekka breezer.“Má eiga von á einhverju fleira svipuðu frá ykkur? „Ég vinn í myndlist og er því að skipuleggja komandi sýningar, bæði hér heima og í Berlín. Ég vinn mikið með ljósmyndir í listinni og er einnig að vinna að sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem verður snemma næsta árs. Viðar er með mörg spennandi verkefni í gangi, ljósmyndaseríur og herferð sem hann skipuleggur nú. En Pairs project er eina verkefnið sem við höfum unnið saman.“Mynd úr verkefninu.Mynd/Auður og ViðarReglur myndaseríunnar1. Það var bannað að skjóta í stúdíó og einungis leyft að taka myndirnar á tökustað. 2. Það var bannað að koma með leikmuni eða sviðsmyndir – ef leikmunur átti að vera notaður þurfti myndatakan að fara fram á þeim stað sem leikmunurinn er geymdur á. 3. Það voru strangar reglur um val á fatnaði en módelin urðu að velja föt úr þeim sem tískustjórnandinn kom með og urðu einnig að klæða sig í þau sjálf eftir eigin höfði. 4. Þrífótur og tímastillingar voru ekki leyfðar. 5. Eina lýsingin sem var leyfð var innbygt flass. 6. Ekki var leyfilegt að nota filtera eða annað slíkt. 7. Bannað var að svindla á tíma og rúmi. 8. Ekki var tekið við myndaseríu með ákveðnu þema. 9. Einungis leyfilegt að taka myndirnar á 35mm filmu. 10. Engin eftirvinnsla var leyfð.
Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira