Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 11:40 Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og malefni sín fyrir kjósendum. Myndvinnsla/Garðar Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann. Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann.
Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent