Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. október 2016 11:40 Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og malefni sín fyrir kjósendum. Myndvinnsla/Garðar Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru mikinn í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í morgun. Þingfundur hófst klukkan hálf ellefu og hóf Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, fundinn á að tilkynna að fundarhlé yrði gert frá tólf til þrjú til fundarhalda. Þá er ætlað að þingflokksformenn fundi ásamt því að fundur í forsætisnefnd er á dagskrá. Mikil óánægja var meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar um að boðað hefði verið til þingfundar án þess að gild starfsáætlun væri í gildi. Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. „Forseti tilkynnti áðan að hlé verður gert á þingfundi kl. 12 til kl. 15, annars vegar vegna þingflokksfunda sem standa frá kl. 13 en einnig vegna funda hjá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þar sem þessi mál verða rædd. Forseta er enn fremur kunnugt um að fram munu fara samtöl út af þeim málum á þessum degi,“ sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, eftir að Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, kallaði eftir að hlé yrði gert á þingfundi. „Það er rétt að boðaður hefur verið fundur með þingflokksformönnum í hádeginu. En við erum án áætlunar. Það er engin áætlun gild um starfsemi Alþingis Íslendinga og það eru innan við fjórar vikur til alþingiskosninga. Við látum hér eins og allt sé eðlilegt, eins og við getum farið að hefja hefðbundinn þingfund með óundirbúnum fyrirspurnum og svo framvegis. Það er ekki svo, virðulegur forseti. Það er ekki viðunandi umgengni við Alþingi Íslendinga að koma fram með dagskrá eins og ekkert sé eðlilegra,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna.Þingmenn fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins Fjölmargir þingmenn bentu á að innan við fjórar vikur eru til kosninga og að frambjóðendur þurfi að kynna sig og málefni sín fyrir kjósendum. „Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ spurði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Þá sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, að þingmenn hefðu verið fastir í óvissuferð Framsóknarflokksins og að þingið hafi verið óstarfhæft í liðinni viku vegna formannsslags í flokknum. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls og sagði að öllum hafi verið ljóst að starfsáætlun yrði ekki lokið á fimmtudaginn síðastliðinn. „það var rætt á milli fólks alla þá viku að það yrði framhald i vikunni sem nú er hafið. Það leikrit sem nú er sett af stað hér er fáránlegt vegna þess að við vissum það.“ Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók einnig til máls og sagðist skilja ef þingmenn stjórnarandstöðunnar fyndist þeir hafa fengið litla athygli um helgina og vísaði þá til flokksþings Framsóknarflokksins, sem fjölmiðlar sýndu frá í beinni útsendingu. „Eigum við ekki að taka höndum saman og kára þessi verk svo að fólk komist í sína kosningabaráttu?“ sagði Páll Jóhann.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira