Óvissa ríkir um þinglok: Segir „óreiðustjórnmál“ í gangi á Alþingi Höskuldur Kári Schram og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. október 2016 20:15 Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. Formaður Bjartrar framtíðar segir óreiðustjórnmál í gangi á þingi og þingflokksformaður Pírata segir að dapurlegt hafi verið að hlusta á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra á fundi hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með stjórnarandstöðunni í dag. Boðað hefur verið til fundar á þingi á morgun klukkan 10.30 og eru sömu mál á dagskrá þá og ræða átti í dag. Forseti þingsins vonast þó til að hægt verði að ljúka þingstörfum í þessari viku. „Já, ég trúi nú ekki öðru. Þegar við horfum á þessi mál sem út af standa og enn eru óafgreidd þá eru þau að sönnu ýmis þeirra stór mál en þetta eru hins vegar ekki mjög mörg mál. Staðan er í þeim skilningi ekkert mjög flókin en því ber auðvitað ekki að neita að þetta eru sum hver stór mál, sum hver umdeild en önnur ekki,“ sagði Einar K. í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Rammaáætlun ekki forgangsmál Alls eru sextán mál á lista ríkisstjórnarinnar yfir þau mál sem hún vill klára fyrir þinglok en forystumenn stjórnarandstöðunnar mættu á fund Bjarna og Sigurðar Inga í Stjórnarráðinu klukkan tvö í dag. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að Alþingi verði slitið til að flokkarnir geti einbeitt sér að komandi kosningum. Mörg stór og umdeild mál eru enn ókláruð og í dag lagði ríkisstjórnin fram lista yfir þau mál sem hún vill að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Þar á meðal er frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og frumvarp um lagningu raflína að Bakka. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggur ríkisstjórnin ekki áherslu á að klára tillögu um rammáætlun sem umhverfisráðherra mælti fyrir í byrjun þessa mánaðar. Engin niðurstaða náðist á fundi stjórnar- og stjórnarandstöðu í dag en rætt var við þau Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformann Vinstri grænna, Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar og Birgittu Jónsdóttur þingflokksformann Pírata í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svandís sagði útilokað að halda áfram með þingið lengur en út þessa viku vegna komandi þingkosninga. „Frambjóðendur sem eru hér á þinginu þurfa að fara að hitta kjósendur. Margir eru byrjaðir að fara að hitta fólk og ef við erum að tala um þingmenn sem eru í framboði úti á landi að þá eru þeir einfaldlega bókaðir á fundi á daginn og á kvöldin í næstu viku þannig að þá getum við einfaldlega ekki mannað þingið,“ sagði Svandís.Vandræðin í Framsókn ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar Óttarr sagð að í raun og veru hefði ekkert gerst á fundi stjórnarandstöðunnar með Bjarna og Sigurði Inga í dag. „Þeir lögðu í raun og veru bara fram lista af málum sem eru inni í þinginu og eru mál sem hafa komið inn í þingið í haust. [...] Við erum engu nær í raun og veru hvað er í gangi, þetta eru svona ákveðin óreiðustjórnmál sem eru í gangi og á meðan erum við föst á þinginu. Á meðan er ekki kosningabarátta nema hún sé tekin hérna inn í þingið, það gæti nú verið ágætis tilbreyting. Það eru þá allavega allir á sama stað.“ Birgitta sagði að forystumenn ríkisstjórnarinnar hljóti að fara að átta sig á því að þeir séu búnir með tímann sinn. „Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar eða nokkurra annarra að það séu vandræði inni í öðrum stjórnarflokknum. Við stjórnarandstaðan höfum verið mjög samvinnufús bæði í vor og núna og höfum hleypt í gegn málum sem eru í raun í boði stjórnarandstöðunnar. [...] Það er ekki í boði að klára nein mál sem er ósátt um og það var eiginlega dapurlegt að hlusta á forsætisráðherrann telja upp sextán mál sem hann vill ná hér í gegn í þessari viku.“ Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Óvissa er um hvenær Alþingi lýkur störfum en kjósa á til þings eftir þrjár og hálfa viku, eða þann 29. október en mörg stór þingmál bíða enn afgreiðslu. Þingfundi var ítrekað frestað í dag og klukkan 18 sleit Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis þingfundi. Formaður Bjartrar framtíðar segir óreiðustjórnmál í gangi á þingi og þingflokksformaður Pírata segir að dapurlegt hafi verið að hlusta á Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra á fundi hans og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra með stjórnarandstöðunni í dag. Boðað hefur verið til fundar á þingi á morgun klukkan 10.30 og eru sömu mál á dagskrá þá og ræða átti í dag. Forseti þingsins vonast þó til að hægt verði að ljúka þingstörfum í þessari viku. „Já, ég trúi nú ekki öðru. Þegar við horfum á þessi mál sem út af standa og enn eru óafgreidd þá eru þau að sönnu ýmis þeirra stór mál en þetta eru hins vegar ekki mjög mörg mál. Staðan er í þeim skilningi ekkert mjög flókin en því ber auðvitað ekki að neita að þetta eru sum hver stór mál, sum hver umdeild en önnur ekki,“ sagði Einar K. í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Rammaáætlun ekki forgangsmál Alls eru sextán mál á lista ríkisstjórnarinnar yfir þau mál sem hún vill klára fyrir þinglok en forystumenn stjórnarandstöðunnar mættu á fund Bjarna og Sigurðar Inga í Stjórnarráðinu klukkan tvö í dag. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að Alþingi verði slitið til að flokkarnir geti einbeitt sér að komandi kosningum. Mörg stór og umdeild mál eru enn ókláruð og í dag lagði ríkisstjórnin fram lista yfir þau mál sem hún vill að Alþingi afgreiði fyrir kosningar. Þar á meðal er frumvarp um breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna, frumvarp um breytingar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna og frumvarp um lagningu raflína að Bakka. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggur ríkisstjórnin ekki áherslu á að klára tillögu um rammáætlun sem umhverfisráðherra mælti fyrir í byrjun þessa mánaðar. Engin niðurstaða náðist á fundi stjórnar- og stjórnarandstöðu í dag en rætt var við þau Svandísi Svavarsdóttur þingflokksformann Vinstri grænna, Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar og Birgittu Jónsdóttur þingflokksformann Pírata í kvöldfréttum Stöðvar 2. Svandís sagði útilokað að halda áfram með þingið lengur en út þessa viku vegna komandi þingkosninga. „Frambjóðendur sem eru hér á þinginu þurfa að fara að hitta kjósendur. Margir eru byrjaðir að fara að hitta fólk og ef við erum að tala um þingmenn sem eru í framboði úti á landi að þá eru þeir einfaldlega bókaðir á fundi á daginn og á kvöldin í næstu viku þannig að þá getum við einfaldlega ekki mannað þingið,“ sagði Svandís.Vandræðin í Framsókn ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar Óttarr sagð að í raun og veru hefði ekkert gerst á fundi stjórnarandstöðunnar með Bjarna og Sigurði Inga í dag. „Þeir lögðu í raun og veru bara fram lista af málum sem eru inni í þinginu og eru mál sem hafa komið inn í þingið í haust. [...] Við erum engu nær í raun og veru hvað er í gangi, þetta eru svona ákveðin óreiðustjórnmál sem eru í gangi og á meðan erum við föst á þinginu. Á meðan er ekki kosningabarátta nema hún sé tekin hérna inn í þingið, það gæti nú verið ágætis tilbreyting. Það eru þá allavega allir á sama stað.“ Birgitta sagði að forystumenn ríkisstjórnarinnar hljóti að fara að átta sig á því að þeir séu búnir með tímann sinn. „Það er ekki á ábyrgð stjórnarandstöðunnar eða nokkurra annarra að það séu vandræði inni í öðrum stjórnarflokknum. Við stjórnarandstaðan höfum verið mjög samvinnufús bæði í vor og núna og höfum hleypt í gegn málum sem eru í raun í boði stjórnarandstöðunnar. [...] Það er ekki í boði að klára nein mál sem er ósátt um og það var eiginlega dapurlegt að hlusta á forsætisráðherrann telja upp sextán mál sem hann vill ná hér í gegn í þessari viku.“
Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira