Veðrið helst líklega óbreytt fram á kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 13:14 Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni. Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni.
Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28
Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42
Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53
Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32