Veðrið helst líklega óbreytt fram á kvöld Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 13:14 Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni. Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Búast má við að veðrið haldist óbreytt þar til seint í kvöld, að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Lægð gengur nú yfir landið en hún náði hámarki í morgun. „Veðrið er svo sem búið að ná hámarki á suðvesturhorninu þannig lagað séð. Það náði því tiltölulega snemma í morgun. Það verður nánast óbreytt fram á kvöld þar til það fer að lægja, það koma alltaf smá kaflar inn á milli þar sem það virðist vera að lægja en það er ekki að sjá neina breytingu fyrr en í kvöld,“ segir Óli Þór. Hann telur að lægja taki um og eftir klukkan 21 yst á Reykjanesi og um klukkan 22 á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður segir Óli veðrið líklega verst við Hafnarfjall en þar hefur vindhraði náð allt að þrjátíu metrum á sekúndu. Veðrið verður með betra móti á morgun, en í kjölfarið taka við tvær lægðir. „Það verður ágætis veður víðast hvar á morgun. Það er einna helst á Suðausturlandi þar sem veður verður frekar vætusamt en töluvert hægari vindur en í dag. Síðan eru tvær lægðir fram að helgi. Þær gefa okkur ekki svona hvassan vind eins og í dag en allhvassan vind með rigningu inn á milli. Þetta eru sunnan- og suðaustanáttir, það verður úrkomulítið og hægari vindur fyrir norðan á meðan við á höfuðborgarsvæðinu fáum mestu rigninguna og mesta vindinn,“ segir Óli. Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum, en ekki er vitað um slys eða alvarleg óhöpp enda lítil umferð á vegum. Þá hefur innanlandsflug legið niðri í allan morgun vegna óveðursins. Eitthvað hefur verið um að lausamunir hafi verið að fjúka um, einkum suðvestanlands. Hér fyrir neðan má fylgjast með lægðinni.
Veður Tengdar fréttir Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28 Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42 Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53 Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Sjá meira
Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða "Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga.“ 5. október 2016 10:28
Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs Innanlandsflug hefur legið niðri í allan morgun vegna óveðurs og bæði Vegagerðin og Veðurstofan hafa varað vegfarendur við mjög snörpum vindhviðum á nokkrum stöðum. 5. október 2016 12:42
Varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu og víðar 13-23 metrar á höfuðborgarsvæðinu. 5. október 2016 07:53
Vegfarendur á Suður- og Suðvesturlandi beðnir um að fara varlega Vindhviður undir Hafnarfjalli fara upp í 46 metra á sekúndu. 5. október 2016 11:32