„Við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2016 22:14 Vísir/EGILL „Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“ Eldgos og jarðhræringar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að við ókum ekki í gegnum neinar lokanir frá lögreglu og við fórum eftir fyrirmælum lögreglu í einu og öllu um leið og þeir komu. Það er óumdeilt!“ Þetta skrifa þrír menn sem hafa verið ákærðir fyrir að keyra upp að Holuhrauni á meðan eldgosið stóð þar yfir fyrir tveimur árum. Þeir gagnrýna framgöngu yfirvalda í málinu harðlega en þann 12. október munu þeir mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra á Akureyri „þar sem hið opinbera freistar þess að fá okkur dæmda fyrir að skoða náttúru landsins okkar.“ Mennirnir skrifuðu færslu á Facebooksíðuna Ferðafrelsi en færslan ber titilinn „Yfirlýsing óbyggðaþrjóta“. Þar er ferð þeirra upp að hrauninu í september 2014 rifjuð upp. „Aðstæður voru eins og best verður á kosið og við gjörþekktum svæðið. Við lögðum engan í hættu og vorum mun betur búnir en flestir þeir sem komu þarna upp eftir með svokallað leyfi. Ekki grunaði okkur að þessi för okkar ætti eftir að setja hið opinbera alveg á hliðina svo engu var til sparað að handsama okkur, enda voru myndir byrjaðar að birtast á samfélagsmiðlum af mönnum upp við hraunið með bros á vör.“Sjá einnig: Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi. Enn fremur segir að þyrla hafi verið send á eftir þeim og um borð í henni hafi verið sérsveitarmenn. „Þetta olli skiljanlega miklu umtali í þjóðfélaginu og misbauð flestum sem til þekkja framganga yfirvalda, þær miklu takmarkanir á ferðafrelsi landsmanna og allur sá falski hræðsluáróður sem flæddi yfir fjölmiðlana.“ Í yfirlýsingunni segir að mikils misskilnings hafi gætt varðandi á hverju ákæran gegn þeim byggist. Þar segir að hún snúist ekki um hvort að réttlætanlegt hafi verið að loka um tíu prósentum af Íslandi fyrir ferðamennsku svo engir „gætu séð gosið ekki einu sinni úr fjarska.“ Þannig hafi verið sett fordæmi fyrir því að landsmönnum verði bannað að virða fyrir sér eldgos framtíðarinnar. Það snúist heldur ekki um að erlendum og innlendum fréttamönnum og öðrum hafi verið leyft að fara óhindrað um svæðið á vanbúnum bílum. Né snúist það um „hvort það hafi verið réttlætanlegt að nota fjölmiðlana okkar til að dreifa hræðsluáróðri“. Málið snúist einnig ekki um hvort að rétt væri að nota björgunarsveitarmeðlimi sem löggæslumenn. Þeir segja málið snúast um tvennt. Að þeir hafi keyrt á lokuðum vegi „sem við höfum alla tíð viðurkennt enda ekkert nýtt í þeim efnum. Vanir Jeppamenn vita sem er að ferðalög þeirra t.d. á veturna snúast mikið um að keyra á lokuðum vegum.“ Þá segjast þeir einnig hafa verið ákærðir fyrir að óhlýðnast lögreglu og segja þeir það vera rangt. „Við komum hvergi að lokunum lögreglu á ferð okkar að gosstöðvunum og þegar lögreglan stöðvaði för okkar hlýddum við fyrirmælum hennar í einu og öllu.“
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Sjá meira