Dulbúnir menn virtu lokanir að vettugi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2014 11:58 Á fyrri myndinni sést þegar þyrla LHG sóttu mennina á hálendið. Seinni myndin sýnir þá í "dulargervi“. Þrír menn sem kærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi eiga að öllum líkindum yfir höfði sér himinháa sekt sem hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir láta hins vegar fátt stöðva sig og fóru þangað, öðru sinni, í leyfisleysi á dögunum. Í þetta sinn þó í dulargervi og komust þangað inn óáreittir. Létu þeir útbúa sérstaka merkimiða á bíl þeirra með yfirskriftinni „Íslenskar jarðrannsóknir“, settu á sig hjálm og fóru í vesti. Mennirnir vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var óskað en hafa þeir fjallað töluvert um það á síðunni Ferðafrelsi á Facebook. Á þeirri síðu fara meðal annars fram margvíslegar umræður um ferðamenn og ferðamennsku á Íslandi. Þar gagnrýna þeir harðlega að lokanir við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls eigi einungis við um einstaka aðila. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Jensson, einn mannanna, þá alla vera þaulvana ferðamenn, útbúna öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru í ferðir sem þessar. Því sé það óskiljanlegt að þegar svæðinu sé lokað að það skuli ekki eiga við alla sem þangað vilja fara.„Fáránleikinn algjör“ „Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka montmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir,“ skrifar Jóhannes á Facebook. „Fáránleikinn er bara algjör,“ segir hann í samtali við Vísi.Mikill urgur meðal ferðamanna Þá deilir Gunnar Árnason, einn mannanna, jafnframt þeirri upplifun sem fylgdi því að hafa verið sóttur inn á hálendi Íslands af sérsveitarmönnum. „Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérsveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhelgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhöndlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar,“ skrifar Gunnar. Pirrings gætir jafnframt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi boðið upp á ferðir að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokanir. Jóhannes segir mikinn urg á meðal íslenskra ferðamanna, upplifunin sem fylgi því að fara að gosstöðvunum sé stórfengleg. Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, þau skipti sem því hefur verið lokað og allt er það háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum.Í tilkynningu frá almannavörnum frá 12. september síðastliðnum segir svæðið við eldsumbrotasvæðið sé mjög óstöðugt og að hætta á flóðum vegna eldgosa undir jökli sé yfirvofandi. Því hafi verið ákveðið að loka svæðinu norðan jökulsins. Eiturgufur séu áhyggjuefni og bráð lífshætta stafi af gasinu. Því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Innlegg frá Jóhannes Jensson. Innlegg frá Gunnar Árnason. Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þrír menn sem kærðir hafa verið fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi eiga að öllum líkindum yfir höfði sér himinháa sekt sem hleypur á hundruðum þúsunda. Þeir láta hins vegar fátt stöðva sig og fóru þangað, öðru sinni, í leyfisleysi á dögunum. Í þetta sinn þó í dulargervi og komust þangað inn óáreittir. Létu þeir útbúa sérstaka merkimiða á bíl þeirra með yfirskriftinni „Íslenskar jarðrannsóknir“, settu á sig hjálm og fóru í vesti. Mennirnir vildu lítið tjá sig um málið þegar eftir því var óskað en hafa þeir fjallað töluvert um það á síðunni Ferðafrelsi á Facebook. Á þeirri síðu fara meðal annars fram margvíslegar umræður um ferðamenn og ferðamennsku á Íslandi. Þar gagnrýna þeir harðlega að lokanir við eldsumbrotasvæðið norðan Vatnajökuls eigi einungis við um einstaka aðila. Í samtali við fréttastofu segir Jóhannes Jensson, einn mannanna, þá alla vera þaulvana ferðamenn, útbúna öllum þeim tækjum og tólum sem nauðsynleg eru í ferðir sem þessar. Því sé það óskiljanlegt að þegar svæðinu sé lokað að það skuli ekki eiga við alla sem þangað vilja fara.„Fáránleikinn algjör“ „Það virðist hinsvegar vera í góðu lagi að flestir aðrir séu á þessu lokaða hættusvæði, "fréttamenn", "ljósmyndarar", erlendir nemar, bílstjórar, aðstoðarmenn, ásamt vel tengdum vinum og vandamönnum. Þessir aðilar virðast mega valsa óhindrað um hættusvæðið, aka utanvega, taka montmyndir af sjálfum sér, flytja æsifréttir og gefa hinum puttann. Þeir eru oft á vanbúnum bílum og eru dæmi þess að þeir hafi þurft að skilja þá eftir fasta eða bensínlausa á leiðinni uppeftir,“ skrifar Jóhannes á Facebook. „Fáránleikinn er bara algjör,“ segir hann í samtali við Vísi.Mikill urgur meðal ferðamanna Þá deilir Gunnar Árnason, einn mannanna, jafnframt þeirri upplifun sem fylgdi því að hafa verið sóttur inn á hálendi Íslands af sérsveitarmönnum. „Það er ákveðin upplifun í því að vera sóttur af sérsveitarmönnum í skotheldum vestum á þyrlu Landhelgisgæslunnar (AppelSynunni) inn á hálendi Íslands og meðhöndlaður eins og stórglæpamaður fyrir það eitt að njóta náttúrunnar,“ skrifar Gunnar. Pirrings gætir jafnframt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum og dæmi eru um að fyrirtæki hafi boðið upp á ferðir að gosstöðvunum, þrátt fyrir lokanir. Jóhannes segir mikinn urg á meðal íslenskra ferðamanna, upplifunin sem fylgi því að fara að gosstöðvunum sé stórfengleg. Vísindamenn, lögregla og fjölmiðlar eru þeir einu sem hafa fengið takmarkað leyfi almannavarna til þess að vera inni á hættusvæðinu, þau skipti sem því hefur verið lokað og allt er það háð sérstökum skilmálum frá almannavörnum.Í tilkynningu frá almannavörnum frá 12. september síðastliðnum segir svæðið við eldsumbrotasvæðið sé mjög óstöðugt og að hætta á flóðum vegna eldgosa undir jökli sé yfirvofandi. Því hafi verið ákveðið að loka svæðinu norðan jökulsins. Eiturgufur séu áhyggjuefni og bráð lífshætta stafi af gasinu. Því sé ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Innlegg frá Jóhannes Jensson. Innlegg frá Gunnar Árnason.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30 Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Nýjar gossprungur myndast Gosið færist nú nær jökli, nýjar gossprungur eru að myndast miðja vegu milli gömlu sprungunnar og jökuls. 5. september 2014 08:29
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Þrír kærðir og fleiri til rannsóknar Þrír hafa verið kærðir fyrir að fara inn á gosstöðvarnar við Holuhraun í leyfisleysi. Þá eru fleiri aðilar til rannsóknar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík. 8. september 2014 15:30
Lokað fyrir alla umferð inn að gosstöðvunum Ákvörðunin er tekin í ljósi aukins óróa á gosstöðvunum í dag. 3. september 2014 20:47