Októberspá Siggu Kling – Naut: Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna 7. október 2016 09:00 Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera duglegt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Ekki hugsa of langt fram í tímann um hvernig þú ætlar að gera hlutina því þá missir þú máttinn. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Þú finnur að öryggi þitt er að aukast og ef þú ert kvíðið, þá ert þú bara að ímynda þér það versta og ímyndun er ekki raunveruleiki. Þú ert svo sterkt og uppfullt af andargift og fólk skilur oft ekki hvernig þú getur alltaf haldið áfram og reddað þér. Þitt merki er með móðurlegasta eðlið og þú átt að vera límið sem tengir fólk saman og þitt hlutverk í þessum mánuði er að vinna að því að allt gangi vel hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna. Þú verður heppið í sambandi við peninga, sem bjarga þér alveg fyrir horn en samt á síðustu stundu. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt, hér áður var þetta kallað að feika það þangað til maður mundi meika það. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Þú þarft að vera við stjórnina og ekki búast við að neinn geri neitt fyrir þig, þá gengur þér best að klára það sem er fyrir þig sett en hins vegar áttu að fá fólk í verkefnin til að hjálpa þér, þá ert þú að stjórna og þú verður heppið með vini þína. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Knús og klapp, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Sjá meira
Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera duglegt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Ekki hugsa of langt fram í tímann um hvernig þú ætlar að gera hlutina því þá missir þú máttinn. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Þú finnur að öryggi þitt er að aukast og ef þú ert kvíðið, þá ert þú bara að ímynda þér það versta og ímyndun er ekki raunveruleiki. Þú ert svo sterkt og uppfullt af andargift og fólk skilur oft ekki hvernig þú getur alltaf haldið áfram og reddað þér. Þitt merki er með móðurlegasta eðlið og þú átt að vera límið sem tengir fólk saman og þitt hlutverk í þessum mánuði er að vinna að því að allt gangi vel hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna. Þú verður heppið í sambandi við peninga, sem bjarga þér alveg fyrir horn en samt á síðustu stundu. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt, hér áður var þetta kallað að feika það þangað til maður mundi meika það. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Þú þarft að vera við stjórnina og ekki búast við að neinn geri neitt fyrir þig, þá gengur þér best að klára það sem er fyrir þig sett en hins vegar áttu að fá fólk í verkefnin til að hjálpa þér, þá ert þú að stjórna og þú verður heppið með vini þína. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Knús og klapp, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”