Októberspá Siggu Kling – Naut: Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna 7. október 2016 09:00 Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera duglegt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Ekki hugsa of langt fram í tímann um hvernig þú ætlar að gera hlutina því þá missir þú máttinn. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Þú finnur að öryggi þitt er að aukast og ef þú ert kvíðið, þá ert þú bara að ímynda þér það versta og ímyndun er ekki raunveruleiki. Þú ert svo sterkt og uppfullt af andargift og fólk skilur oft ekki hvernig þú getur alltaf haldið áfram og reddað þér. Þitt merki er með móðurlegasta eðlið og þú átt að vera límið sem tengir fólk saman og þitt hlutverk í þessum mánuði er að vinna að því að allt gangi vel hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna. Þú verður heppið í sambandi við peninga, sem bjarga þér alveg fyrir horn en samt á síðustu stundu. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt, hér áður var þetta kallað að feika það þangað til maður mundi meika það. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Þú þarft að vera við stjórnina og ekki búast við að neinn geri neitt fyrir þig, þá gengur þér best að klára það sem er fyrir þig sett en hins vegar áttu að fá fólk í verkefnin til að hjálpa þér, þá ert þú að stjórna og þú verður heppið með vini þína. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Knús og klapp, Sigga Kling Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku sérstaka Nautið mitt. Þú þarft að vera duglegt að hlúa að öllu sem snýr að líkama og huga. Þú þarft markvisst að vinna að því að koma þér á rétt ról. Þegar svona margt er að gerast í kringum þig, þótt það tengist þér ekki allt, þá hefur það áhrif á sálina. Ekki hugsa of langt fram í tímann um hvernig þú ætlar að gera hlutina því þá missir þú máttinn. Einn dagur í einu er lykilorðið að næsta mánuði. Heimilisaðstæður verða betri, sumir eru að skipta um heimili eða laga heimili, jafnvel gera notalegt í kringum sig og þetta verður allt svo fínt. Þú finnur að öryggi þitt er að aukast og ef þú ert kvíðið, þá ert þú bara að ímynda þér það versta og ímyndun er ekki raunveruleiki. Þú ert svo sterkt og uppfullt af andargift og fólk skilur oft ekki hvernig þú getur alltaf haldið áfram og reddað þér. Þitt merki er með móðurlegasta eðlið og þú átt að vera límið sem tengir fólk saman og þitt hlutverk í þessum mánuði er að vinna að því að allt gangi vel hjá fjölskyldu þinni og ástvinum. Þér finnst betra að gefa en þiggja svo þú munt elska útkomuna. Þú verður heppið í sambandi við peninga, sem bjarga þér alveg fyrir horn en samt á síðustu stundu. Fólk dregst að þér eins og flugur að ljósi en þú ert nú ekki alltaf í stuði til þess að vera það ljós sem flugurnar dragast að. Þú þarft að láta alla halda að þú sért alltaf glatt og berir höfuðið hátt, hér áður var þetta kallað að feika það þangað til maður mundi meika það. Þessi mánuður er að gefa þér svolítið sérkennilegt púsluspil og það er demantur falinn fyrir þig í þessu púsluspili, sem gæti verið tengdur ástinni eða breytt framtíð þinni. Þú þarft að vera við stjórnina og ekki búast við að neinn geri neitt fyrir þig, þá gengur þér best að klára það sem er fyrir þig sett en hins vegar áttu að fá fólk í verkefnin til að hjálpa þér, þá ert þú að stjórna og þú verður heppið með vini þína. Það er ekkert fegurra en ástfangið Naut og þótt þú hafir lent í ástarsorg skaltu vera tilbúið að hleypa ástinni inn í hjarta þitt. Margir lenda í því að klessukeyra bílinn sinn en þá er bara mikilvægt að keyra strax aftur og vera óhræddur. Þannig er ástin, elskan mín. Njóttu lífsins. Knús og klapp, Sigga Kling
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira