Októberspá Siggu Kling – Bogamaður: Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður 7. október 2016 09:00 Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira