Októberspá Siggu Kling – Bogamaður: Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður 7. október 2016 09:00 Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira