Októberspá Siggu Kling – Bogamaður: Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður 7. október 2016 09:00 Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Elsku besti Bogamaðurinn minn. Eftir töluvert álag og stress ertu að fara inn í visst frelsi. Það er svo dásamlegt að vera frjáls. Það sem skiptir mestu máli í lífinu er að vera frjáls, frjáls í eigin skinni, frjáls undan annarra manna áliti og hafa kraftinn til að stjórna sínu eigin lífi. Því fylgir viss sársauki og pínulítill þungi að finna fyrir frelsinu. Það er svipað og þegar lægð er yfir landinu, dimm ský eru yfir, en bak við skýin er alltaf sólin. Þú tekur ábyrgð á svo mörgu sem þú bjóst ekki við að þú gætir. Þú kemur þér á óvart og því fylgir friður. Hversu dásamlegt er að hafa frið í hjarta sínu? Ekkert er betra. Þér mun finnast gaman að taka til í kringum þig, hreinsa geymsluna og einfalda umhverfi þitt. Síðan muntu skora á sjálfan þig að gera ýmsar breytingar og þú verður svo ánægður, þegar þú sérð að þú ert á réttri leið. Það mun ekki verða erfitt að hafa áhrif á fólk í kringum þig, það er eins og allt gerist dálítið fyrirhafnarlaust. Þú sérð að þú þarft ekki að sjá allan stigann sem þú ætlar að ganga upp, þú þarft bara að stíga upp í fyrstu tröppuna og þú verður hissa á því hvert lífið er að fara með þig. Mestu breytingarnar á næstu 12 mánuðum í lífi þínu eru eftir miðjan október og fram í miðjan janúar. Það kemur þér á óvart hversu margir leita ráða hjá þér. Þú munt laðast að störfum sem felast í því að hjálpa öðrum og aldrei efast um það að þú getir þetta. Ef þú skoðar það vel ertu með mesta sjálfstraustið af merkjunum, þú þarft að nýta þér það. Þú hefur einstaka hæfileika til að hlusta á aðra og fólk vill vera með þér í liði. Þú ert byrjaður að leggja rækt við sjálfan þig og þú þarft að finna aðferð við það sem þér finnst skemmtileg, hvort sem það er líkamsrækt eða það sem þú ert að borða. Ef þér finnst það leiðinlegt þá virkar það ekki, þannig ertu gerður. Þú munt líka átta þig á því að þú hefur meira viðskiptavit heldur en þú bjóst við. Þú getur fengið meiri peninga fyrir það sem þú gerir þótt þú breytir aðeins örlitlu. Þessir töfrar sem þú hefur eru ólýsanlegir, þú þarft bara að vera meðvitaður um að þú hafir þennan styrk. Knús og klapp, Sigga Kling Sigga býður upp á þjónustunámskeið fyrir fyrirtæki af öllum t0ga: Hópefli – hressingarfyrirlestur sem getur verið hentugur í hádegishlé eða í byrjun vinnudags. Einnig tekur hún að sér hópa sem vilja eiga jákvæða og gleðilega kvöldstund. Þeir sem hafa áhuga gefa haft samband við Siggu með því að senda tölvupóst á siggakling@gmail.com
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira