Finnar ósáttir við sigurmark Íslands: „Ég er svo fúll núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 22:15 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Iðnaðarmaður ársins - Davíð Már er kominn í úrslit Lífið samstarf Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52