Finnar ósáttir við sigurmark Íslands: „Ég er svo fúll núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2016 22:15 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann ótrúlegan sigur á Finnum á Laugardalsvelli í kvöld í fyrsta heimleik okkar í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Staðan var 1-2 fyrir Finnum eftir venjulegan leiktíma en það vantaði ekkert upp á dramatíkina í uppbótartímanum þegar strákarnir okkar skoruðu tvö mörk og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið var umdeilt og voru finnsku leikmennirnir afar ósáttir við dómara leiksins en markið stóð. Þá sagði Hans Backe þjálfari Finna á blaðamannafundi eftir leikinn að það væri hneyksli að markið skuli hafa verið dæmt gilt. Á þræði á vefsíðunni Reddit eru Finnar líka óhræddir við að tjá sig um úrslit leiksins og aðrir notendur vefsins segjast finna til með Finnum. Þannig segir einn notandi: „Vá, ef ég væri stuðningsmaður Finnlands myndi ég drekka mig til dauða. Guð minn góður.“ Einn finnskur notandi segir: „Þetta gerist í hverri einustu undankeppni nema að núna var það dómarinn sem klúðraði þessu fyrir okkur en ekki okkar eigin getuleysi eða miklu betri andstæðingur.“ Annar Finni segir að sínir menn hafi að minnsta kosti átt skilið jafntefli: „Þetta átti aldrei að vera mark, markmaðurinn var með boltann. Ég er svo fúll núna, við áttum að minnsta kosti skilið jafntefli.“ Einn Finni til viðbótar veltir því fyrir sér af hverju þjóðin sé yfir höfuð að spila fótbolta. „Ég er svo ógeðslega þreyttur á þessu. Það eru komnar 40 mínútur og ég finn bara ekki neitt. Af hverju að spila yfir höfuð fótbolta? Við gætum bara hætt að spila fótbolta. Ég veit ekki.“Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07 Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52 Mest lesið Fann ástina í örlagaríkum kjól Tíska og hönnun Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Fleiri fréttir Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands Ísland tryggði sér ótrúlegan 3-2 sigur á Finnlandi á Laugardalsvelli í kvöld. 6. október 2016 21:07
Twitter: Himinlifandi Íslendingar en Finnar brjálaðir Viðbrögð bæði Íslendinga og Finna eftir æsilegan landsleik liðanna í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:52