Lífeyrismálið í gegn á Alþingi ef annað fer út Snærós Sindradóttir skrifar 21. september 2016 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. vísir/anton brink „Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Það er spurning hvort ríkisstjórnin sjái fyrir sér að liðka eitthvað fyrir þessu máli með því að setja önnur mál til hliðar,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, og nefnir sem dæmi umdeilt frumvarp um breytingar á námslánakerfinu og LÍN. Á mánudag kynnti ríkisstjórnin áform um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem gera eiga launafólki auðveldara að færa sig á milli opinbers og almenns vinnumarkaðar. Einnig að lífeyrisaldur opinberra starfsmanna verður hækkaður í 67 ár.Óttarr ProppéMálið er umfangsmikið en þingmaður Pírata, Birgitta Jónsdóttir, átti í orðaskiptum við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra vegna þess á þingi á mánudag og kallaði eftir því að málið fengi eðlilega þinglega meðferð, kallað væri eftir umsögnum um málið en það ekki klárað á einni viku. Bjarni Benediktsson sagði í kjölfarið að ef slík staða kæmi upp þá væri tilefni til að framlengja þingið. Þingið ætti ekki að ljúka störfum án þess að hafa klárað málið. „Það er ljóst að forystumenn verkalýðshreyfingarinnar standa að baki tillögunum. Það breytir því ekki að við berum ábyrgð á því að fjalla vandlega um málið. Þetta er viðamikil breyting sem er mikilvægt að sé rýnd, hvernig hún kemur út fyrir kynslóðirnar og svo framvegis,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.Guðlaugur Þór Þórðarson segir það kalla á niðurskurð næstu ár ef samkomulagið verður ekki staðfest strax.vísir/stefánKatrín kastar fram þeirri hugmynd að stofnuð verði milliþinganefnd sem geti farið með málið fram á næsta kjörtímabil. Stjórnarflokkunum finnst hins vegar mikilvægt að málið klárist á þessu ári. Töluverður afgangur er af ríkissjóði nú vegna stöðugleikaframlagsins en fari svo að málið verði afgreitt á næsta ári, og umsamin eingreiðsla úr ríkissjóði bókfærist ekki á þessu ári, ætti að koma fram halli á fjárlögum næsta árs. „Samkvæmt Ríkisfjármálaáætlun og þeim reglum sem við höfum sett um opinber fjármál megum við ekki hafa halla á fjárlögum núna. Ef við settum þetta á á næsta ári myndi það kalla á mikinn niðurskurð ríkisútgjalda á árunum þar á eftir,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira