Stjórnarandstaðan leggst gegn flýtimeðferð á raflínum til Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 21. september 2016 20:15 Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir gerræðislegt af ríkisstjórninni að ætla að grípa fram í löglegt ferli við mat á áhrifum háspennulína til kísilvers á Bakka með lagasetningu. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur hins vegar nauðsynlegt að Alþingi samþykki sem fyrst frumvarp sem heimili lagningu raflínanna. Ragheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að fullreynt hafi verið að reyna að ná samkomulagi um málið þannig að hegfja mætti á ný framkvæmdir við að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Þá hafi sveitarfélögin fyrir norðan þrýst á stjórnvöld að höggva á hnútinn. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi í morgun að iðnaðarráðherra leggði fram frumvarp um raflínurnar, en framkvæmdir við þær hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið eftir að Landvernd kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin telur sig síðan þurfa nokkra mánuði til að meta áhrif raflínanna á hraun og landslag. Ráðherra segir allra leiða hafa verið leitað til að leysa málið án aðkomu löggjafans, en ekki sé hægt að vinna við línulögnina yfir vetrarmánuðina.Ertu að binda vonir við það að stjórnarandstaðan þurfi að tala lítið um þetta mál?„Ég vona að stjórnarandstaðan, hvaða afstöðu sem hún hefur í þessu máli, skynji þá ábyrgð sem á okkur hvílir. Þetta er mál sem á sér upptök á síðasta kjörtímabili og var sett af stað í tíð þáverandi ríkisstjórnar,“ segir Ragnheiður Elín.Önnur staða uppi en í tíð fyrri stjórnar Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir þetta mál vissulega hafa verið á dagskrá fyrri ríkisstjórnar.Er þá ekki akkur að koma málinu í gegn?„Þetta fjárfestingarverkefni sem slíkt á sér auðvitað uppruna á síðasta kjörtímabili. Það er alveg rétt og við kláruðum þá samnnga sem til þurfti til að það gæti farið af stað. En staðan sem upp er komin núna er allt annars eðlis og ný af nálinni og hefur í sjálfu sér ekkert með málatilbúnað fyrri ríkisstjórnar að gera,“ segir Steingrímur. Þingflokkur Vinstri grænna eigi eftir að kynna sér frumvarpið og taka afstöðu til þess. Hugsanlega rekist eldri og nýrri lög á. „Staðan er alvarleg hvað það varðar ef þessar miklu framkvæmdir allar tefjast eða eru komnar í uppnám. En um leið er hitt alltaf mjög vandasamt að grípa inn í ferla sem eru í gangi samkvæmt lögum, segir Steingrímur.Verður ekki afgreitt með hraði Iðnaðarráðherra segir mikla hagsmuni í húfi og málið geti ekki beðið fram yfir kosningar í lok næsta mánaðar. „Og það er þess vegna sem við ákveðum að grípa inn í þetta ferli og ekki leyfa úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál að ljúka ferlinu. það tekur of langan tíma. Þá er óvissa og það eru fjármögnunaraðilar og aðrir sem hafa af þessu áhyggjur,“ segir Ragnheiður Elín. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar tekur illa í að málið fái flýtimeðferð á Alþingi. Þannig var líka hljóðið í þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka sem fréttastofa ræddi við. „Það sem manni skilst er að eigi að fara að gera er að grípa inn í löglegt ferli. Þar sem úrskurðanefnd er að störfum. Út af þvi að niðurstaðan eða ferlið er ekki að henta ráðherra í þessu tilviki,“ segir Björt. Fjárhagslegir hagsmunir einstakra fyrirtækja geti ekki ráðið ferðinni. „Þannig vinnubrögð ganga auðvitað ekki upp fyrir Alþingi íslendinga. Það eru gerræðisleg vinnubrögð. Við förum eftir bókinni og það munum við gera í þessu máli,“ segir Björt Ólafsdóttir. Tengdar fréttir Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir gerræðislegt af ríkisstjórninni að ætla að grípa fram í löglegt ferli við mat á áhrifum háspennulína til kísilvers á Bakka með lagasetningu. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra telur hins vegar nauðsynlegt að Alþingi samþykki sem fyrst frumvarp sem heimili lagningu raflínanna. Ragheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir að fullreynt hafi verið að reyna að ná samkomulagi um málið þannig að hegfja mætti á ný framkvæmdir við að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Þá hafi sveitarfélögin fyrir norðan þrýst á stjórnvöld að höggva á hnútinn. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi í morgun að iðnaðarráðherra leggði fram frumvarp um raflínurnar, en framkvæmdir við þær hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið eftir að Landvernd kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin telur sig síðan þurfa nokkra mánuði til að meta áhrif raflínanna á hraun og landslag. Ráðherra segir allra leiða hafa verið leitað til að leysa málið án aðkomu löggjafans, en ekki sé hægt að vinna við línulögnina yfir vetrarmánuðina.Ertu að binda vonir við það að stjórnarandstaðan þurfi að tala lítið um þetta mál?„Ég vona að stjórnarandstaðan, hvaða afstöðu sem hún hefur í þessu máli, skynji þá ábyrgð sem á okkur hvílir. Þetta er mál sem á sér upptök á síðasta kjörtímabili og var sett af stað í tíð þáverandi ríkisstjórnar,“ segir Ragnheiður Elín.Önnur staða uppi en í tíð fyrri stjórnar Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra segir þetta mál vissulega hafa verið á dagskrá fyrri ríkisstjórnar.Er þá ekki akkur að koma málinu í gegn?„Þetta fjárfestingarverkefni sem slíkt á sér auðvitað uppruna á síðasta kjörtímabili. Það er alveg rétt og við kláruðum þá samnnga sem til þurfti til að það gæti farið af stað. En staðan sem upp er komin núna er allt annars eðlis og ný af nálinni og hefur í sjálfu sér ekkert með málatilbúnað fyrri ríkisstjórnar að gera,“ segir Steingrímur. Þingflokkur Vinstri grænna eigi eftir að kynna sér frumvarpið og taka afstöðu til þess. Hugsanlega rekist eldri og nýrri lög á. „Staðan er alvarleg hvað það varðar ef þessar miklu framkvæmdir allar tefjast eða eru komnar í uppnám. En um leið er hitt alltaf mjög vandasamt að grípa inn í ferla sem eru í gangi samkvæmt lögum, segir Steingrímur.Verður ekki afgreitt með hraði Iðnaðarráðherra segir mikla hagsmuni í húfi og málið geti ekki beðið fram yfir kosningar í lok næsta mánaðar. „Og það er þess vegna sem við ákveðum að grípa inn í þetta ferli og ekki leyfa úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál að ljúka ferlinu. það tekur of langan tíma. Þá er óvissa og það eru fjármögnunaraðilar og aðrir sem hafa af þessu áhyggjur,“ segir Ragnheiður Elín. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar tekur illa í að málið fái flýtimeðferð á Alþingi. Þannig var líka hljóðið í þingmönnum annarra stjórnarandstöðuflokka sem fréttastofa ræddi við. „Það sem manni skilst er að eigi að fara að gera er að grípa inn í löglegt ferli. Þar sem úrskurðanefnd er að störfum. Út af þvi að niðurstaðan eða ferlið er ekki að henta ráðherra í þessu tilviki,“ segir Björt. Fjárhagslegir hagsmunir einstakra fyrirtækja geti ekki ráðið ferðinni. „Þannig vinnubrögð ganga auðvitað ekki upp fyrir Alþingi íslendinga. Það eru gerræðisleg vinnubrögð. Við förum eftir bókinni og það munum við gera í þessu máli,“ segir Björt Ólafsdóttir.
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Ríkisstjórnin leggur fram frumvarp um háspennulínur að Bakka Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist ekki trúa öðru en samstaða náist við stjórnarandstöðuna enda miklir hagsmunir í húfi. 21. september 2016 12:18