Skortir fé til að fækka slysum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. september 2016 07:00 Slys með meiðslum á tímabilinu 2004-2014 Gatnamótin Grensásvegur/Miklabraut eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg ár. Á fimm ára tímabili, frá 2010-2014, urðu þar 162 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust. Reykjavíkurborg á Grensásveg en Vegagerðin á Miklubraut og segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi að þótt samstarfið sé gott á milli og breytingar sem gerðar hafi verið á gatnamótunum hafi fækkað slysum þá skorti fé til að gera gatnamótin hættuminni.Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðarmálumright„Við höfum gert þessi gatnamót fjögurra fasa í stað þriggja fasa sem hefur minnkað slysatíðnina. Mislæg gatnamót eru ekki á leiðinni. Það hafa ekki verið neinar fjárveitingar fyrir svona stórum og dýrum framkvæmdum.“ Athygli vekur að öll 20 hættulegustu gatnamótin á þessum árum eru ljósastýrð. Mislægu gatnamótin sem tengja Miklubraut við Sæbraut komast ekki á lista. Þar er hámarkshraði 80 km/klst. en hámarkshraðinn við hættulegustu gatnamót landsins er 60 km/klst. „Það skortir bæði fé og svo þarf Reykjavíkurborg að gefa út framkvæmdaleyfi. Svona framkvæmdir verða bara gerðar með þeirra samþykki,“ segir G. Pétur.Teikningar eru til á lager Vegagerðarinnar fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað sem og öðrum verkefnum innan borgarmarkanna en ekki stendur til að nýta þær teikningar. Ólafur Kr. Guðmundsson, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum, segir að umferðarmál í Reykjavíkurborg séu í lamasessi en hann bauð sig fram í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013. „Erlendis er talað um að ljósastýrð gatnamót séu í raun sofandi morðingi, því ef eitthvað klikkar á þeim gerist eitthvað slæmt. 20 hættulegustu gatnamót landsins eru öll ljósastýrð. Það var búið að gera ráð fyrir að gera nokkur stór gatnamót mislæg en þau voru öll tekin út þegar gerður var samningur árið 2012 milli ríkis og sveitarfélaga um að niðurgreiða almenningssamgöngur í tíu ár. Það er því ekkert að fara að gerast í borginni til 2022,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Gatnamótin Grensásvegur/Miklabraut eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg ár. Á fimm ára tímabili, frá 2010-2014, urðu þar 162 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust. Reykjavíkurborg á Grensásveg en Vegagerðin á Miklubraut og segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi að þótt samstarfið sé gott á milli og breytingar sem gerðar hafi verið á gatnamótunum hafi fækkað slysum þá skorti fé til að gera gatnamótin hættuminni.Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðarmálumright„Við höfum gert þessi gatnamót fjögurra fasa í stað þriggja fasa sem hefur minnkað slysatíðnina. Mislæg gatnamót eru ekki á leiðinni. Það hafa ekki verið neinar fjárveitingar fyrir svona stórum og dýrum framkvæmdum.“ Athygli vekur að öll 20 hættulegustu gatnamótin á þessum árum eru ljósastýrð. Mislægu gatnamótin sem tengja Miklubraut við Sæbraut komast ekki á lista. Þar er hámarkshraði 80 km/klst. en hámarkshraðinn við hættulegustu gatnamót landsins er 60 km/klst. „Það skortir bæði fé og svo þarf Reykjavíkurborg að gefa út framkvæmdaleyfi. Svona framkvæmdir verða bara gerðar með þeirra samþykki,“ segir G. Pétur.Teikningar eru til á lager Vegagerðarinnar fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað sem og öðrum verkefnum innan borgarmarkanna en ekki stendur til að nýta þær teikningar. Ólafur Kr. Guðmundsson, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum, segir að umferðarmál í Reykjavíkurborg séu í lamasessi en hann bauð sig fram í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013. „Erlendis er talað um að ljósastýrð gatnamót séu í raun sofandi morðingi, því ef eitthvað klikkar á þeim gerist eitthvað slæmt. 20 hættulegustu gatnamót landsins eru öll ljósastýrð. Það var búið að gera ráð fyrir að gera nokkur stór gatnamót mislæg en þau voru öll tekin út þegar gerður var samningur árið 2012 milli ríkis og sveitarfélaga um að niðurgreiða almenningssamgöngur í tíu ár. Það er því ekkert að fara að gerast í borginni til 2022,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira