Skortir fé til að fækka slysum Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. september 2016 07:00 Slys með meiðslum á tímabilinu 2004-2014 Gatnamótin Grensásvegur/Miklabraut eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg ár. Á fimm ára tímabili, frá 2010-2014, urðu þar 162 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust. Reykjavíkurborg á Grensásveg en Vegagerðin á Miklubraut og segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi að þótt samstarfið sé gott á milli og breytingar sem gerðar hafi verið á gatnamótunum hafi fækkað slysum þá skorti fé til að gera gatnamótin hættuminni.Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðarmálumright„Við höfum gert þessi gatnamót fjögurra fasa í stað þriggja fasa sem hefur minnkað slysatíðnina. Mislæg gatnamót eru ekki á leiðinni. Það hafa ekki verið neinar fjárveitingar fyrir svona stórum og dýrum framkvæmdum.“ Athygli vekur að öll 20 hættulegustu gatnamótin á þessum árum eru ljósastýrð. Mislægu gatnamótin sem tengja Miklubraut við Sæbraut komast ekki á lista. Þar er hámarkshraði 80 km/klst. en hámarkshraðinn við hættulegustu gatnamót landsins er 60 km/klst. „Það skortir bæði fé og svo þarf Reykjavíkurborg að gefa út framkvæmdaleyfi. Svona framkvæmdir verða bara gerðar með þeirra samþykki,“ segir G. Pétur.Teikningar eru til á lager Vegagerðarinnar fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað sem og öðrum verkefnum innan borgarmarkanna en ekki stendur til að nýta þær teikningar. Ólafur Kr. Guðmundsson, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum, segir að umferðarmál í Reykjavíkurborg séu í lamasessi en hann bauð sig fram í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013. „Erlendis er talað um að ljósastýrð gatnamót séu í raun sofandi morðingi, því ef eitthvað klikkar á þeim gerist eitthvað slæmt. 20 hættulegustu gatnamót landsins eru öll ljósastýrð. Það var búið að gera ráð fyrir að gera nokkur stór gatnamót mislæg en þau voru öll tekin út þegar gerður var samningur árið 2012 milli ríkis og sveitarfélaga um að niðurgreiða almenningssamgöngur í tíu ár. Það er því ekkert að fara að gerast í borginni til 2022,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Gatnamótin Grensásvegur/Miklabraut eru hættulegustu gatnamót landsins og hafa verið það í mörg ár. Á fimm ára tímabili, frá 2010-2014, urðu þar 162 slys og óhöpp þar sem 19 slösuðust. Reykjavíkurborg á Grensásveg en Vegagerðin á Miklubraut og segir G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi að þótt samstarfið sé gott á milli og breytingar sem gerðar hafi verið á gatnamótunum hafi fækkað slysum þá skorti fé til að gera gatnamótin hættuminni.Ólafur Kr. Guðmundsson, sérfræðingur í umferðarmálumright„Við höfum gert þessi gatnamót fjögurra fasa í stað þriggja fasa sem hefur minnkað slysatíðnina. Mislæg gatnamót eru ekki á leiðinni. Það hafa ekki verið neinar fjárveitingar fyrir svona stórum og dýrum framkvæmdum.“ Athygli vekur að öll 20 hættulegustu gatnamótin á þessum árum eru ljósastýrð. Mislægu gatnamótin sem tengja Miklubraut við Sæbraut komast ekki á lista. Þar er hámarkshraði 80 km/klst. en hámarkshraðinn við hættulegustu gatnamót landsins er 60 km/klst. „Það skortir bæði fé og svo þarf Reykjavíkurborg að gefa út framkvæmdaleyfi. Svona framkvæmdir verða bara gerðar með þeirra samþykki,“ segir G. Pétur.Teikningar eru til á lager Vegagerðarinnar fyrir mislægum gatnamótum á þessum stað sem og öðrum verkefnum innan borgarmarkanna en ekki stendur til að nýta þær teikningar. Ólafur Kr. Guðmundsson, einn helsti sérfræðingur Íslands í umferðarmálum, segir að umferðarmál í Reykjavíkurborg séu í lamasessi en hann bauð sig fram í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins árið 2013. „Erlendis er talað um að ljósastýrð gatnamót séu í raun sofandi morðingi, því ef eitthvað klikkar á þeim gerist eitthvað slæmt. 20 hættulegustu gatnamót landsins eru öll ljósastýrð. Það var búið að gera ráð fyrir að gera nokkur stór gatnamót mislæg en þau voru öll tekin út þegar gerður var samningur árið 2012 milli ríkis og sveitarfélaga um að niðurgreiða almenningssamgöngur í tíu ár. Það er því ekkert að fara að gerast í borginni til 2022,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira