Lífið

Ásta: Brandari Sveins Andra sló öll vopn úr höndum manna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir.Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur hafi neitað að fara ítarlega yfir málið í samtali við fréttamenn Vísis.Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi.Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM957 í morgun og fór þá yfir þessa viðburðaríku viku.„Fyrir mér er þessi brandari bara búinn og ég er bara kominn með hausinn eitthvað anna,“ segir Ásta og bætir því við að Sveinn Andri hafi aftur á móti slegið í gegn með brandara sínum í vikunni. Þá breytti kappinn um prófæl mynd af sér á Facebook og setti einfaldlega inn mynd af kettinum Kela úr Stundinni okkar en Ásta var umsjónamaður þáttarins á sínum tíma.„Það í raun sló öll vopn úr höndum manna. Brad og Jolie gerðu okkur síðan mjög mikinn greiða og tóku hitann af okkur,“ segir Ásta og á þá við að Hollywood-parið hafi tekið athyglina frá þeim.Viðtalið við Ástu má heyra í spilaranum hér að ofan.

 


Tengdar fréttir

„Við erum bara mjög góðir vinir“

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.