Mælt fyrir umdeildu frumvarpi um raflínur til Bakka Heimir Már Pétursson skrifar 23. september 2016 13:42 Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Hornsteinn verður lagður að Þeistareykjavirkjun í dag en frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu raflína frá virkjuninni og frá Kröfluvirkjun að Bakka kemur til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Ráðherra segir skipta miklu máli að frumvarpið verði sem fyrst að lögum. Ríkisstjórnin samþykkti á aukafundi á miðvikudag að leggja fram frumvarp til sérlaga um heimild til Landsnets að leggja raflínur frá Þeistareykjum og Kröfluvirkjun að Bakka. Þar er uppbygging þýska kísilfyrirtækisins PCC langt á veg komin. Framlagning frumvarpsins var samþykkt með afbrigðum á Alþingi í gær og fyrsta umræða um það er á dagskrá Alþingis í dag. Til stóð að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra færi með fjármálaráðherra, forseta Íslands, forstjóra Landsvirkjunar og fleirum norður í dag þar sem forsetinn mun leggja hornstein að virkjuninni við athöfn sem hefst klukkan hálf þrjú. Ragnheiður Elín hefur hins vegar aflýst ferð sinni norður vegna umræðunnar um frumvarpið. Í viðtali sem fréttastofa tók við hana á miðvikudag sagði hún fullreynt að reyna að ná sátt um lagningu raflínanna og því þyrfti að leggja frumvarpið fram. Enda hefðu sveitarfélög fyrir norðan sem samþykkt hefðu aðal- og deiliskipulag, þrýst á stjórnvöld og ekki væri hægt að vinna við lagningu línanna yfir hörðustu vetrarmánuðina. „Og sama hvað mönnum kann að finnast þá er það óumdeilt að þarna eru gríðarlegir hagsmunir undir. Það er verið að reisa virkjun sem lagður verður hornsteinn að á föstudag (í dag). Það er þegar byrjað að framkvæma og þær komnar vel á veg á Bakka. En það vantar tenginguna á milli. Það vantar línurnar sem tengja virkjunina og koma henni í gang. Það er staða sem við getum ekki setið og horft á,“ sagði Ragnheiður Elín. Hins vegar er ljóst að frumvarpið mun mæta mikilli andstöðu frá stjórnarandstöðunni og hefur Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar m.a. lýst yfir að þingmenn flokksins leggist alfarið gegn frumvarpinu. Frumvarpið felur í sér að mat úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála á kæru Landsnets vegna línulagnarinnar verður stöðvað. Það deilir enginn um að það eru miklir hagsmunir í húfi. Teljið þið að þetta mál þoli að bíða fram yfir kosningar? „Við teljum að náttúra Íslands þoli það og eigi að njóta vafans. Ákvarðanir sem lúta að henni þurfa að fá að fara í það ferli sem lögboðið er. Annað er ekki sæmandi og það þarf að hafa sinn gang,“ sagði Björt Ólafsdóttir. Ragnheiður Elín mælir fyrir frumvarpinu á Alþingi á þingfundi sem hefst klukkan 13:40.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira