Samfylkingin vill ókeypis heilbrigðisþjónustu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 25. september 2016 13:12 Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta hér á landi á að vera ókeypis en það mun kosta ríkissjóð um 30 milljarða króna. Þetta segir formaður Samfylkingarinnar. Þá segir hún íslenska krónuna vera dýra fyrir samfélagið en hún segir stefnu flokksins vera að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar var haldinn á Grand Hóteli í gær en fundurinn markar upphaf kosningabaráttunnar hjá flokknum. Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, segir flokkinn leggja áherslu á heilbrigðismálin í komandi kosningum. Á Íslandi eigi að bjóða upp á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. „Við verðum að gera betur þar. Við verðum bæði að setja peninga úr ríkissjóði í opinbera kerfið en við verðum líka að breyta áherslunum. Síðan viljum við taka niður greiðsluþátttökuna í öruggum skrefum vegna þess að við viljum að heilbrigðisþjónustan sé ókeypis,“ segir Oddný.Ókeypis heilbrigðisþjónusta. Hvað kostar það ríkissjóð? „Sko ef við tökum allt saman, tannlækningar líka með, þá eru þetta rúmir 30 milljarðar. En við byrjum á læknisþjónustunni til dæmis, þá eru það sjö milljarðar. Þannig að það er hægt að taka mjög stór og ákveðin skref strax og halda síðan áfram og gera þetta á nokkrum árum.“Þú nefnir tannlækningar. Viljið þið að tannlækningar verði gjaldfrjálsar? „Það ætti að vera langtímamarkmið.“ Þetta verði fjármagnað með því að skipta þjóðarkökunni með réttlátari hætti. „Bjóða út aflaheimildirnar. Við ætlum að hætta að gefa ferðamönnum afslátt af neyslusköttum. Við viljum raforkugjald og við viljum þrepaskipt skattkerfi,“ segir Oddný.Evran myndi bæta kjör mikið hér á landi Í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í gær sagði Oddný að íslenska krónan væri Íslendingum dýr og hamli í raun framförum. Á meðan Ísland væri ekki í stærra myntbandalagi verði þjóðin að bera þann kostnað. Hvaða lausn hefur Samfylkingin á þessum vanda sem þarna er lýst? „Okkar stefna hefur alltaf verið skýr. Við viljum ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Evran er næst stærsta myntbandalag í heimi. Hún er stöðug. Og ef við myndum taka upp evru að þá myndu kjör batna mikið hér á landi,“ segir Oddný.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Sjá meira