Bónusgreiðslur hjá KSÍ: Geir fékk á aðra milljón króna eftir EM-ævintýrið Heiðar Lind Hansson skrifar 26. september 2016 07:00 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, fékk eins mánaðarlaun í bónus eins og aðrir starfsmenn KSÍ. Vísir/AFP Stjórn KSÍ hefur samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku A-landsliðs karla á EM í Frakklandi í sumar. Uppbótin samsvarar mánaðarlaunum hvers starfsmanns. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gylfi Þór Orrason gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar KSÍ að tillaga um launauppbótina hefði verið samþykkt í júlí, en Geir Þorsteinsson formaður bar upp tillöguna. Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til hans í henni. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék af fundi þegar tillagan var afgreidd. „Það var rosalega mikið álag á starfsfólkinu okkar í sumar,“ segir Gylfi um ákvörðunina.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.vísir/Anton Brink„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum,“ segir Geir Þorsteinsson. Hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka. Ekki fékkst gefið upp hversu háar greiðslurnar námu að krónutölu. Samkvæmt ársreikningi KSÍ 2015 námu laun og launatengd gjöld 136,1 milljón krónur og því má ætla að uppbótin nemi nokkrum milljónum króna. Samkvæmt tekjublaði DV námu laun Geirs 1.390 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um málið. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að greiða starfsfólki sambandsins launauppbót sökum álags í tengslum við þátttöku A-landsliðs karla á EM í Frakklandi í sumar. Uppbótin samsvarar mánaðarlaunum hvers starfsmanns. Í samtali við Fréttablaðið sagði Gylfi Þór Orrason gjaldkeri og formaður fjárhagsnefndar KSÍ að tillaga um launauppbótina hefði verið samþykkt í júlí, en Geir Þorsteinsson formaður bar upp tillöguna. Ekki var gert ráð fyrir greiðslu til hans í henni. Á stjórnarfundi í ágúst bar Gylfi fram tillögu fjárhagsnefndar þess efnis að Geir fengi greiðslu líkt og aðrir starfsmenn. Geir vék af fundi þegar tillagan var afgreidd. „Það var rosalega mikið álag á starfsfólkinu okkar í sumar,“ segir Gylfi um ákvörðunina.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.vísir/Anton Brink„Starfsfólk KSÍ hefur unnið langt umfram það sem umsamið er og þá var komið til móts við það eins og í öðrum fyrirtækjum,“ segir Geir Þorsteinsson. Hann segir greiðslurnar innan eðlilegra marka. Ekki fékkst gefið upp hversu háar greiðslurnar námu að krónutölu. Samkvæmt ársreikningi KSÍ 2015 námu laun og launatengd gjöld 136,1 milljón krónur og því má ætla að uppbótin nemi nokkrum milljónum króna. Samkvæmt tekjublaði DV námu laun Geirs 1.390 þúsund krónur á mánuði í fyrra. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máti óeðlilegt," segir Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH um málið. Hann segir að KSÍ þurfi að upplýsa betur um hvaða heimildir séu fyrir greiðslunum og hvernig þær komu til. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
KSÍ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira