Árni Páll: Skattgreiðendur eiga ekki að greiða fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 21:30 Árni Páll Árnason. Vísir/Pjetur Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Ferðamenn eiga að greiða fyrir þá uppbyggingu á vegum og þjónustu sem fjölgun þeirra kallar á, sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Almenningur eigi ekki að þurfa að greiða fyrir slíka uppbyggingu. Við sjáum ferðaþjónustuna sem hefur sprungið út á undanförnum árum en sjáum líka að það er mikið ógert í að hún leggi af mörkum með eðlilegum hætti og að ferðamenn greiði fyrir þá þjónustu sem nauðsynlegt er til þess að byggja upp vegna þeirrar miklu fjölgunar. Við eigum ekki að greiða fyrir ferðaþjónustuna af almennu skattfé frekar en innviði sem aðrar atvinnugreinar kalla á," sagði Árni Páll í ræðu sinni.Borgunarhneysklið eigi að vera einsdæmi, ekki fordæmi Árni Páll fór um víðan völl og kom meðal annars inn á fjármálakerfið. Sagði hann að verði fjármálakerfið selt óbreytt muni nýir vildarvinir kaupa bankana og rukka íslenskan almenning og fyrirtæki um ofurvexti til að fá inn fyrir kaupverðinu, líkt og síðast þegar bankarnir voru seldir. Arður eigi að fást af ríkiseignum og gefa þurfi ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. „Borgunarhneykslið á að verða einsdæmi, ekki fordæmi. Þess vegna eigum við ekki að selja fjármálakerfið óbreytt, eins og formaður Sjálfstæðisflokksins er að fitja upp á þessa dagana,“ sagði hann. Brjóta þurfi bankana upp og raða hlutunum upp á nýtt enda eigi sumir þættir bankarekstrar ekki heima með öðrum í fákeppnisumhverfi. „Grunngreiðslukerfin eiga að vera aðskilin öðrum rekstri og öllum aðgengileg og koma þarf í veg fyrir áhættufjárfestingar með innistæðu fólks og binda enda á ofurvald fjármálafyrirtækja yfir fólki.“Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, vill hefja aðildarviðræður við ESB og nýjan gjaldmiðil.vísir/anton brinkOddný: Íslenska krónan er dýr og hamlar framförum „Það er stundum eins og lagt sé að jöfnu að vera sjálfstæð þjóð og hafa sjálfstæða mynt. Ekkert er fjarri lagi. Íslenska krónan er okkur dýr og hamlar í raun framförum,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hún kallaði jafnframt eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið. „Á meðan við erum ekki í stærra myntbandalagi verðum við að bera þann kostnað. Það er bjargföst trú mín að Ísland eigi samleið með Evrópusambandinu í framtíðinni. Þjóðin þarf hins vegar að taka sameiginlega ákvörðun um næstu skrefin í þeirri vegferð.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira