Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 19:30 Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland." Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland."
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira