Segir Rússagrýluna hræðsluáróður Una Sighvatsdóttir skrifar 26. september 2016 19:30 Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland." Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Herflugvélarnar tvær sem fóru huldu höfði í návist íslenskrar farþegaþotu í síðustu viku sínum voru af gerðinni Tupolev TU-160, einnig þekktar sem Blackjack langdrægar herflugvélar sem fljúga yfir hljóðhraða og Rússar hafa meðal annars notað til að varpa sprengjum á Aleppo í Sýrlandi. Nató ríkin eru með samræmt loftrýmiseftirlit og fylgdust með flugi vélanna niður eftir ströndum Noregs í átt til Bretlands og milli Færeyja og Hjaltlandseyja, þar sem þær þveruðu hornið á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Samkvæmt Landhelgisgæslunni og Isavia voru vélarnar innan löglegra marka um aðskilnað í flughæð.Rússnesku sprengjuvélarnar fóru inn á suðausturodda íslenska flugstjórnarsvæðisins, milli Færeyja og Hjaltlandseyja.Segir Nató stunda samskonar hátterni Sendiherra Rússlands á Íslandi fullyrðir að engin hætta hafi verið á ferðum. En hvers vegna voru vélarnar með slökkt á staðsetningarbúnaði sínum? Anton Vselodovich Vasiliev sendiherra Rússlands á Íslandi segir að það sé spurning sem aðeins varnarmálaráðuneytisið og flugherinn geti svarað, en í reynd sé þetta hinsvegar nokkuð sem herflugvélar allra ríkja geri, bæði innan og utan NATÓ. Hann bendir á að Nató hafi tekið fálega tillögum Rússa fyrir stuttu um að öllum flugvélum yrði bannað að slökkva á staðsetningarbúnaði sínum í lofthelgi Eystrasaltsríkja.Rússaógnin blásin upp „Ég held að það sé augljóst öllum skynsömum mönnum hvers vegna þetta mál er blásið upp úr engu. Mér sýnist það endurspegla í stórum dráttum það sem við sjáum í mörgum vestrænum fjölmiðlum, sem reyna að mála Rússland sem grýlu og búa til almenningsógn úr Rússum. Það samræmist alls ekki staðreyndum og allar þessar ásaknir eru innistæðulausar," sagði Vasiliev í samtali við fréttastofu í dag. Allt frá því Bandaríkjaher fór árið 2006 hafa rússneskar herflugvélar reglulega flogið nálægt Íslandi. Vasiliev ítrekar þó að vélarnar hafi aldrei farið inn fyrir lofthelgina svo vitað sé. Umræða um ógn frá Rússum beri því keim af hræðsluáróðri. „Í þeim heimi sem við búum við í dag eru margar alvarlegar hættur og raunhæfar ógnir sem steðja að öllu mannkyni. Við erum reiðubúin að ræða öll þessi mál á formlegan hátt og á jafningjagrundvelli við önnur ríki, þar á meðal Ísland."
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira