„Skiptir máli að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2016 20:52 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Vísir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sagði í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld að mikilvægt væri að „reynslumikill bílstjóri“ væri við stýrið á efnahagsrútunni. Tekist hafi að rétta við ástand efnahagsmála á Íslandi frá hruni en mikilvægt væri að halda áfram á slíkri vegferð. „Hins vegar hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa augun á veginum og tryggja að við keyrum ekki of hratt. Því jafnvel þótt vegurinn hafi batnað eru beygjurnar krappar, og augnabliks kæruleysi getur verið dýrkeypt. Þess vegna skiptir máli, að við stýrið sitji reynslumikill bílstjóri sem kunni að keyra við ólíkar aðstæður,“ sagði Lilja. Sagði hún að skapast hefði svigrúm til þess að efla innviði samfélagsins og efla ætti heilbrigðiskerfið, fjarskiptagerfi og vegi svo allir landsmenn sitji við sama borð. Þá fagnaði hún því að Alþingi hefði fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. „Í stóra samhenginu felur fullgildingin í sér skýra stefnumörkun, um að fatlað fólk njóti fullra mannréttinda og að samfélagið okkar verði betra. Það er markmiðið með flestum þeim málum sem rædd eru í þessum sal. Að bæta samfélagið,“ sagði Lilja. Sagði hún einnig að nýlegt atvik þar sem rússneskar herflugvélar hefðu flogið undir íslenskri farþegaþotu á leið til Stokkhólms sýndi mikilvægi þess að á Íslandi væri ekki eyland þegar kemur að öryggismálum. „Atvik af þessu tagi minna okkur á hið stóra samhengi hlutanna. Að nýsamþykkt lög um þjóðaröryggisráð og -stefnu eru ekki upp á punt, heldur snúast um raunveruleg mál sem varða fullveldi Íslands og öryggi almennings.“ Þá sagði hún að stefna Framsóknarflokksins væru sú að tryggja að landið allt verði áfram í byggð, það væru hagsmunir allra. Aðrir flokkar kynnu að vera því ósammála en að allir hlytu að vera sammála um að stækka þyrfti þjóðarkökuna. „Þess vegna eru efnahagsmál svo mikilvæg. Að heimilin í landinu séu sterk, að atvinnulíf blómstri, að atvinnuþátttaka sé mikil og að við sköpum aukin verðmæti. Brýnt er að staða ríkissjóðs sé traust og að skýr stefna og festa í efnahagsmálum vísi veginn. Að við stöndum á rétti okkar sem þjóð, hvort sem við tökumst á við erlenda vogunarsjóði eða þjóðríki - eins og í Icesave málinu – eða matvælakeðju sem ber nafn Íslands og vill banna íslenskum fyrirtækjum að auðkenna sig með upprunalandinu á erlendum mörkuðum.“Hér má fylgjast með umræðunum
Alþingi Tengdar fréttir Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Lilja Dögg: „Ég er að skoða þetta með varaformanninn og það mun duga í bili“ Utanríkisráðherra er er ekki viss um að mögulegt formannsframboð sitt myndi slá á þá spennu sem ríkir innan Framsóknarflokksins. 26. september 2016 20:20
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:46