Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 20:46 Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. Fréttablaðið/GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að Íslendingar standi við bakið á flóttafólki og innflytjendum sem komi hingað til lands. Þeir geti og eigi að hjálpa fleirum en nú, enda séu Íslendingar í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga margt að gefa. „Við getum hjálpað fleirum en við gerum núna. Við eigum að hjálpa fleirum en við gerum núna. Sumir tala um það að innflytjendur ógni velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun stangast beinlínis á við staðreyndir og byggist ekki á neinum raunverulegu gögnum. Það er ekki þannig að það búi hér svo margir að fleiri komist ekki fyrir,“ sagði Katrín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín vísaði til þess að börn og fullorðnir séu myrt í stórum stíl annars staðar í heiminum. Um 65 milljónir manna séu á flótta og helmingur þeirra séu börn. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um. Fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað og við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur það. Fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð. Mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags. Kjarni þess sem við erum,“ sagði hún. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni, og ræddi meðal annars sitjandi ríkisstjórn og Panamaskjölin svonefndu. „Þetta er ríkisstjórn hinna týndu tækifæra. Þetta er líka ríkisstjórnin sem ætlaði sér að setja heimsmet. Fyrst sagðist hún ætla að setja heimsmet í skuldaleiðréttingu sem voru nú kannski frekar sýslumet en miðað við það sem var lofað fyrir kosningar en það sem situr eftir er að þessi ríkisstjórn á eitt heimsmet, eða líklega þó kannski Evrópumet sem er fjöldi ráðherra í Panamaskjölunum. Og það var réttlætt eftir á með því að einhvers staðar yrði ríka fólkið að geyma peningana sína. Þetta er fólkið sem ætlar að takast á við skattaskjólin.“Hér má fylgjast með umræðunum. Tengdar fréttir Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að Íslendingar standi við bakið á flóttafólki og innflytjendum sem komi hingað til lands. Þeir geti og eigi að hjálpa fleirum en nú, enda séu Íslendingar í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga margt að gefa. „Við getum hjálpað fleirum en við gerum núna. Við eigum að hjálpa fleirum en við gerum núna. Sumir tala um það að innflytjendur ógni velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun stangast beinlínis á við staðreyndir og byggist ekki á neinum raunverulegu gögnum. Það er ekki þannig að það búi hér svo margir að fleiri komist ekki fyrir,“ sagði Katrín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín vísaði til þess að börn og fullorðnir séu myrt í stórum stíl annars staðar í heiminum. Um 65 milljónir manna séu á flótta og helmingur þeirra séu börn. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um. Fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað og við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur það. Fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð. Mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags. Kjarni þess sem við erum,“ sagði hún. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni, og ræddi meðal annars sitjandi ríkisstjórn og Panamaskjölin svonefndu. „Þetta er ríkisstjórn hinna týndu tækifæra. Þetta er líka ríkisstjórnin sem ætlaði sér að setja heimsmet. Fyrst sagðist hún ætla að setja heimsmet í skuldaleiðréttingu sem voru nú kannski frekar sýslumet en miðað við það sem var lofað fyrir kosningar en það sem situr eftir er að þessi ríkisstjórn á eitt heimsmet, eða líklega þó kannski Evrópumet sem er fjöldi ráðherra í Panamaskjölunum. Og það var réttlætt eftir á með því að einhvers staðar yrði ríka fólkið að geyma peningana sína. Þetta er fólkið sem ætlar að takast á við skattaskjólin.“Hér má fylgjast með umræðunum.
Tengdar fréttir Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Sjá meira
Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15