Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 20:46 Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. Fréttablaðið/GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að Íslendingar standi við bakið á flóttafólki og innflytjendum sem komi hingað til lands. Þeir geti og eigi að hjálpa fleirum en nú, enda séu Íslendingar í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga margt að gefa. „Við getum hjálpað fleirum en við gerum núna. Við eigum að hjálpa fleirum en við gerum núna. Sumir tala um það að innflytjendur ógni velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun stangast beinlínis á við staðreyndir og byggist ekki á neinum raunverulegu gögnum. Það er ekki þannig að það búi hér svo margir að fleiri komist ekki fyrir,“ sagði Katrín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín vísaði til þess að börn og fullorðnir séu myrt í stórum stíl annars staðar í heiminum. Um 65 milljónir manna séu á flótta og helmingur þeirra séu börn. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um. Fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað og við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur það. Fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð. Mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags. Kjarni þess sem við erum,“ sagði hún. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni, og ræddi meðal annars sitjandi ríkisstjórn og Panamaskjölin svonefndu. „Þetta er ríkisstjórn hinna týndu tækifæra. Þetta er líka ríkisstjórnin sem ætlaði sér að setja heimsmet. Fyrst sagðist hún ætla að setja heimsmet í skuldaleiðréttingu sem voru nú kannski frekar sýslumet en miðað við það sem var lofað fyrir kosningar en það sem situr eftir er að þessi ríkisstjórn á eitt heimsmet, eða líklega þó kannski Evrópumet sem er fjöldi ráðherra í Panamaskjölunum. Og það var réttlætt eftir á með því að einhvers staðar yrði ríka fólkið að geyma peningana sína. Þetta er fólkið sem ætlar að takast á við skattaskjólin.“Hér má fylgjast með umræðunum. Tengdar fréttir Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að Íslendingar standi við bakið á flóttafólki og innflytjendum sem komi hingað til lands. Þeir geti og eigi að hjálpa fleirum en nú, enda séu Íslendingar í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga margt að gefa. „Við getum hjálpað fleirum en við gerum núna. Við eigum að hjálpa fleirum en við gerum núna. Sumir tala um það að innflytjendur ógni velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun stangast beinlínis á við staðreyndir og byggist ekki á neinum raunverulegu gögnum. Það er ekki þannig að það búi hér svo margir að fleiri komist ekki fyrir,“ sagði Katrín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín vísaði til þess að börn og fullorðnir séu myrt í stórum stíl annars staðar í heiminum. Um 65 milljónir manna séu á flótta og helmingur þeirra séu börn. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um. Fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað og við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur það. Fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð. Mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags. Kjarni þess sem við erum,“ sagði hún. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni, og ræddi meðal annars sitjandi ríkisstjórn og Panamaskjölin svonefndu. „Þetta er ríkisstjórn hinna týndu tækifæra. Þetta er líka ríkisstjórnin sem ætlaði sér að setja heimsmet. Fyrst sagðist hún ætla að setja heimsmet í skuldaleiðréttingu sem voru nú kannski frekar sýslumet en miðað við það sem var lofað fyrir kosningar en það sem situr eftir er að þessi ríkisstjórn á eitt heimsmet, eða líklega þó kannski Evrópumet sem er fjöldi ráðherra í Panamaskjölunum. Og það var réttlætt eftir á með því að einhvers staðar yrði ríka fólkið að geyma peningana sína. Þetta er fólkið sem ætlar að takast á við skattaskjólin.“Hér má fylgjast með umræðunum.
Tengdar fréttir Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15