Katrín Jakobsdóttir: Getum og eigum að hjálpa fleirum en við gerum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2016 20:46 Formaður Vinstri grænna ræddi málefni innflytjenda og flóttafólks í eldhúsdagsumræðum. Fréttablaðið/GVA Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að Íslendingar standi við bakið á flóttafólki og innflytjendum sem komi hingað til lands. Þeir geti og eigi að hjálpa fleirum en nú, enda séu Íslendingar í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga margt að gefa. „Við getum hjálpað fleirum en við gerum núna. Við eigum að hjálpa fleirum en við gerum núna. Sumir tala um það að innflytjendur ógni velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun stangast beinlínis á við staðreyndir og byggist ekki á neinum raunverulegu gögnum. Það er ekki þannig að það búi hér svo margir að fleiri komist ekki fyrir,“ sagði Katrín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín vísaði til þess að börn og fullorðnir séu myrt í stórum stíl annars staðar í heiminum. Um 65 milljónir manna séu á flótta og helmingur þeirra séu börn. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um. Fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað og við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur það. Fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð. Mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags. Kjarni þess sem við erum,“ sagði hún. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni, og ræddi meðal annars sitjandi ríkisstjórn og Panamaskjölin svonefndu. „Þetta er ríkisstjórn hinna týndu tækifæra. Þetta er líka ríkisstjórnin sem ætlaði sér að setja heimsmet. Fyrst sagðist hún ætla að setja heimsmet í skuldaleiðréttingu sem voru nú kannski frekar sýslumet en miðað við það sem var lofað fyrir kosningar en það sem situr eftir er að þessi ríkisstjórn á eitt heimsmet, eða líklega þó kannski Evrópumet sem er fjöldi ráðherra í Panamaskjölunum. Og það var réttlætt eftir á með því að einhvers staðar yrði ríka fólkið að geyma peningana sína. Þetta er fólkið sem ætlar að takast á við skattaskjólin.“Hér má fylgjast með umræðunum. Tengdar fréttir Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að Íslendingar standi við bakið á flóttafólki og innflytjendum sem komi hingað til lands. Þeir geti og eigi að hjálpa fleirum en nú, enda séu Íslendingar í þeirri öfundsverðu stöðu að eiga margt að gefa. „Við getum hjálpað fleirum en við gerum núna. Við eigum að hjálpa fleirum en við gerum núna. Sumir tala um það að innflytjendur ógni velferðarkerfinu okkar. Sú skoðun stangast beinlínis á við staðreyndir og byggist ekki á neinum raunverulegu gögnum. Það er ekki þannig að það búi hér svo margir að fleiri komist ekki fyrir,“ sagði Katrín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Katrín vísaði til þess að börn og fullorðnir séu myrt í stórum stíl annars staðar í heiminum. Um 65 milljónir manna séu á flótta og helmingur þeirra séu börn. „Þetta er flóttafólkið sem við erum að tala um. Fólkið sem flýr sprengjur og óhugnað og við getum sem betur fer fæst ímyndað okkur það. Fólkið sem einhverjir eru svo hræddir við að þeir tala um að loka landamærum og afnema mannúð. Mannúð og kærleika sem okkur finnst mörgum að eigi að vera kjarni okkar samfélags. Kjarni þess sem við erum,“ sagði hún. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni, og ræddi meðal annars sitjandi ríkisstjórn og Panamaskjölin svonefndu. „Þetta er ríkisstjórn hinna týndu tækifæra. Þetta er líka ríkisstjórnin sem ætlaði sér að setja heimsmet. Fyrst sagðist hún ætla að setja heimsmet í skuldaleiðréttingu sem voru nú kannski frekar sýslumet en miðað við það sem var lofað fyrir kosningar en það sem situr eftir er að þessi ríkisstjórn á eitt heimsmet, eða líklega þó kannski Evrópumet sem er fjöldi ráðherra í Panamaskjölunum. Og það var réttlætt eftir á með því að einhvers staðar yrði ríka fólkið að geyma peningana sína. Þetta er fólkið sem ætlar að takast á við skattaskjólin.“Hér má fylgjast með umræðunum.
Tengdar fréttir Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26 „Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23 Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Hvorki Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð tala við eldhúsdagsumræður í kvöld Lilja Alfreðsdóttir talar fyrir framsókn í fyrstu umferð. 26. september 2016 15:26
„Hlutirnir eru augljóslega á uppleið“ Fjármála- og efnahagsráðherra fór yfir verk ríkisstjórnarinnar í eldhúsdagsumræðum. 26. september 2016 20:23
Útlit fyrir að þinglokum verði frestað Enn eru þó fjölmörg mál ríkisstjórnarinnar ókláruð og orðið ólíklegt að þingið ljúki störfum í vikunni. 26. september 2016 19:15