Lífið

Eiginmaður Jennifer Aniston tjáir sig um skilnað Brad Pitt og Angelinu Jolie

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Justin Theroux og Jennifer Aniston.
Justin Theroux og Jennifer Aniston. vísir/getty
Það fór vart fram hjá mörgum að leikkonan Angelina Jolie sótti í liðinni viku um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt enda fóru fréttir af skilnaðinum sem eldur í sinu um heimsbyggðina.Eitt af því sem fjölmargir veltu fyrir sér var hvernig fyrrum eiginkona Pitt, Jennifer Aniston, hefði brugðist við fréttunum en hún og Pitt voru saman í sjö ár og voru þá eitt dáðasta par Hollywood. Skilnaður þeirra vakti mikla athygli ekki síst fyrir þær sakir að umtalað var að Pitt hefði haldið fram hjá Aniston með Jolie.Leikarinn Justin Theroux eiginmaður Aniston hefur nú tjáð sig um skilnað Pitt og Jolie og þá staðreynd að eiginkona var dregin inn í umræðuna.„Sem skilnaðarbarn þá er það eina sem ég get sagt að þetta er hræðilegt fyrir börnin,“ sagði Theroux en Jolie og Pitt eiga sex börn saman. Um það að konan hans skyldi hafa verið dregin inn í málið bæði í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum sagði leikarinn að umfjöllun slúðurmiðlanna væri „bull.“„Það virðist vera sem fólk hafi endalausa lyst á rusli þó að fæstir viðurkenni það. En ég held að margir hafi það því fólk kaupir þetta þó að það séu miklu fleiri hlutir til að hafa áhyggjur af og skammast yfir. Það er í raun sjokkerandi hvað sumir hlutir fá mikla athygli þegar mun alvarlegri mál eru í gangi um allan heim,“ sagði Theroux.Sjálf hefur Aniston ekkert tjáð sig um skilnaðinn eða umfjöllun fjölmiðla um hann.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.