Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. september 2016 15:03 Sigmundur Davíð ásamt konu sinni Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur á haustþingi miðstjórnar í dag. vísir Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. Ræða formannsins Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar er eini dagskrárliður fundarins sem er opinn fjölmiðlamönnum. Í ræðu sinni sagði Sigmundur að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Formaðurinn fór yfir slaginn við erlendu kröfuhafana og sagði Framsókn vera eina stjórnmálaflokkinn í heiminum sem tekist hefði á við kröfuhafa og haft betur. Þeir hefðu hins vegar beitt öllum leiðum til að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Í nútíma lýðræðisríkjum snérist baráttan nú um alþjóða fjármálakerfið og þar hefði einn flokkur í einu landi haft betur. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð fór um víðan völl í ræðu sinni.VísirReyndar hefði tekist í þrígang að sigra fjármálakerfið, í Icesave, leiðréttingunni og í baráttunni við slitabú föllnu bankanna. Þarna hafi verið uppi miklir hagsmunir fyrir fjármálaheiminn og kröfuhafa sem gerðu ýmislegt til að verja sína hagsmuni. Rifjaði Sigmundur upp viðbrögð við ræðu hans á flokksþingi Framsóknar í fyrra. „Og þar lýsti ég líka stuttlega hvaða aðferðum þessir aðilar hefðu beitt. Það þótti fyndið, það var gert grín að því. Hvað halda menn að það sé verið að skrifa einhverjar skýrslur um Framsóknarflokkinn og að einhver sé að njósna um formann Framsóknarflokksins?“ Forrit til að brjótast inn í snjallsíma kostaði ekki nema 35 dollara sem væri ekki mikið þegar menn væru að verja hagsmuni upp á 20 milljarða dollara. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda. Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir,““sagði Sigmundur. Þá sagði hann að brýnustu verkefnin framundan væru meðal annars að rétta við kjör eldri borgara og öryrkja og gera stórátak í samgöngum. Þá hlytu stjórnvöld að grípa strax inn í varðandi lagningu háspennulínu að Bakka. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. Ræða formannsins Sigmunds Davíðs Gunnlaugssonar er eini dagskrárliður fundarins sem er opinn fjölmiðlamönnum. Í ræðu sinni sagði Sigmundur að erlendir kröfuhafar hafi fylgst vel með honum á undanförnum árum. Brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. Formaðurinn fór yfir slaginn við erlendu kröfuhafana og sagði Framsókn vera eina stjórnmálaflokkinn í heiminum sem tekist hefði á við kröfuhafa og haft betur. Þeir hefðu hins vegar beitt öllum leiðum til að fá kröfur sínar greiddar að fullu. Í nútíma lýðræðisríkjum snérist baráttan nú um alþjóða fjármálakerfið og þar hefði einn flokkur í einu landi haft betur. „Í einu landi tókst flokkur á við alþjóðafjármálakerfið og meira að segja grimmustu birtingarmynd þess og hafði betur. Við Framsóknarmenn og við Íslendingar erum fordæmi fyrir heiminn í því að það er hægt að takast á við þetta voldugasta kerfi og hafa undir,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð fór um víðan völl í ræðu sinni.VísirReyndar hefði tekist í þrígang að sigra fjármálakerfið, í Icesave, leiðréttingunni og í baráttunni við slitabú föllnu bankanna. Þarna hafi verið uppi miklir hagsmunir fyrir fjármálaheiminn og kröfuhafa sem gerðu ýmislegt til að verja sína hagsmuni. Rifjaði Sigmundur upp viðbrögð við ræðu hans á flokksþingi Framsóknar í fyrra. „Og þar lýsti ég líka stuttlega hvaða aðferðum þessir aðilar hefðu beitt. Það þótti fyndið, það var gert grín að því. Hvað halda menn að það sé verið að skrifa einhverjar skýrslur um Framsóknarflokkinn og að einhver sé að njósna um formann Framsóknarflokksins?“ Forrit til að brjótast inn í snjallsíma kostaði ekki nema 35 dollara sem væri ekki mikið þegar menn væru að verja hagsmuni upp á 20 milljarða dollara. „Ég gerði alltaf ráð fyrir því að það væri fylgst með því sem ég sagði í símann, ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér, ég lét skoða það, og við reyndum eins og við mögulega gátum að forðast að hleypa þessum aðilum að okkur. En þeir reyndu mikið, eltu mig meira að segja til útlanda. Ég held ég hafi sagt ykkur einhvern tímann söguna af því þegar ég fór að hitta Vestur-Íslendinga í Norður-Dakóta þá kom maður til mín með skilaboð og sagði: „Við vitum að þú verður þarna á þessum degi í Norður-Dakóta. Við erum með bjálkahús þarna ekkert langt frá til ráðstöfunar, það er utan símsambands, algjörlega einangrað, við getum hitt þig þar, það þarf enginn að vita af þessu, við getum leyst málin og allir geta verið sáttir,““sagði Sigmundur. Þá sagði hann að brýnustu verkefnin framundan væru meðal annars að rétta við kjör eldri borgara og öryrkja og gera stórátak í samgöngum. Þá hlytu stjórnvöld að grípa strax inn í varðandi lagningu háspennulínu að Bakka.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37