Landvernd gagnrýnir nýtt myndband Justin Bieber Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2016 13:22 Formaður Landverndar segir mosaþembur í Eldhrauni með allra viðkvæmustu vistkerfum landsins og þoli nánast ekkert traðk. YouTube „Þetta er vont mál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar, um nýjasta myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber sem tekið var upp hér á landi. Myndbandið er við lagið Cold Water með Major Lazer, Justin Bieber og MØ en þar sjást þrír dansarar hoppa og traðka á mosa í Eldhrauni sem nú þegar liggur undir miklum skemmdum vegna ferðamanna. „Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“Hann segir eldhraunið nú þegar mjög illa farið vegna ágangs ferðamanna. „Útlendingum finnst svona mosaþembur alveg magnaðar því þeir sjá þetta hvergi annar staðar í heiminum. Þess vegna stoppa þeir þarna á miðjum veginum í gegnum Eldhraunið og labba út á mosann og leggjast á hann. Þetta er auðvitað voða mjúkt og fínt en það stór sér á mosanum þarna í kringum þjóðveg 1 sem fer í gegnum Eldhraunið,“ segir Snorri. Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“ Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.Þegar leikstjórinn Darren Aranofsky var við tökur á kvikmynd sinni Noah hér á landi árið 2012 bað hann tökulið sitt um að virða ævagamlan mosann á Íslandi og var lögð göngubraut yfir hann til að lágmarka hnjask.respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012 Í fyrra gaf Bieber út myndband við lagið I´ll Show You sem tekið var einnig upp á Íslandi. Þar stakk hann sér til sund í Jökulsárlóni sem er talið hættulegt og óskráð regla hjá starfsfólki í ferðaþjónustunni að þangað megi ekki fara út í. Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi. Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Tengdar fréttir Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50 Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34 Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
„Þetta er vont mál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar, um nýjasta myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber sem tekið var upp hér á landi. Myndbandið er við lagið Cold Water með Major Lazer, Justin Bieber og MØ en þar sjást þrír dansarar hoppa og traðka á mosa í Eldhrauni sem nú þegar liggur undir miklum skemmdum vegna ferðamanna. „Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“Hann segir eldhraunið nú þegar mjög illa farið vegna ágangs ferðamanna. „Útlendingum finnst svona mosaþembur alveg magnaðar því þeir sjá þetta hvergi annar staðar í heiminum. Þess vegna stoppa þeir þarna á miðjum veginum í gegnum Eldhraunið og labba út á mosann og leggjast á hann. Þetta er auðvitað voða mjúkt og fínt en það stór sér á mosanum þarna í kringum þjóðveg 1 sem fer í gegnum Eldhraunið,“ segir Snorri. Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“ Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.Þegar leikstjórinn Darren Aranofsky var við tökur á kvikmynd sinni Noah hér á landi árið 2012 bað hann tökulið sitt um að virða ævagamlan mosann á Íslandi og var lögð göngubraut yfir hann til að lágmarka hnjask.respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012 Í fyrra gaf Bieber út myndband við lagið I´ll Show You sem tekið var einnig upp á Íslandi. Þar stakk hann sér til sund í Jökulsárlóni sem er talið hættulegt og óskráð regla hjá starfsfólki í ferðaþjónustunni að þangað megi ekki fara út í. Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi. Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning
Tengdar fréttir Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50 Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34 Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50
Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34
Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15