Ásta um ástina: „Svara engu nema með lögmann mér við hlið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2016 10:30 Nýjasta parið á Íslandi eða bara góðir vinir? Ásta er þögul sem gröfin er kemur að eigin ástarlífi. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20