Ásta um ástina: „Svara engu nema með lögmann mér við hlið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2016 10:30 Nýjasta parið á Íslandi eða bara góðir vinir? Ásta er þögul sem gröfin er kemur að eigin ástarlífi. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð og Heyrt, og Sveinn Andri Sveinsson lögmaður eru vinir. Og kannski meira en vinir þótt Ásta Hrafnhildur neiti að gefa neitt uppi um það. Ásta og Sveinn Andri skelltu sér saman í leikhús á laugardagskvöldið sem varð tilefni að frétt Smartlandsins um nýjasta stjörnuparið á Íslandi. Frétttin er sú mest lesna á Mbl.is þessa stundina. Ásta spjallaði við strákana í Brennslunni á FM 957 í morgun og sagðist að sjálfsögðu hafa lesið fréttina. Hún sagði Vísi í gærkvöldi að þau Sveinn Andri væru „bara mjög góðir vinir.“ „Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálf,“ segir Ásta sem þarf sjálf að fylgjast vel með hvar örvar Amors hitta í mark hjá fræga fólkinu til að geta skellt því á forsíðu Séð og Heyrt. Hún segist þó stunda önnur vinnubrögð en Marta María í Smartlandinu. Marta María í spjalli við Sindra Sindrason. „Munurinn á mér og henni er reyndar sá að ég hringi í fólk og fæ hlutina staðfesta. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að gera það þannig,“ segir Ásta Hrafnhildur sem flestir landsmenn þekkja líklega best sem fyrrverandi þáttarstjórnanda Stundarinnar okkar. Hún tók við sem ritstjóri Séð og Heyrt í maí af Eiríki Jónssyni.Erfitt að vera nýtt par á ÍslandiÍ frétt Séð og Heyrt haustið 2015 var fullyrt að Arnar Freyr Frostason úr Úlfur Úlfur og Salka Sól Eyfeld væru nýtt par. Arnar Freyr neitaði þó að þau væru nýtt par þrátt fyrir að þau hefðu snætt saman kvöldverð og gengið saman hönd í hönd um miðbæ Reykjavíkur. Marta María stóð sjálf í ströngu þegar út spurðist að þau Páll Winkel fangelsismálastjóri væru að slá sér upp. Fjölmiðlar komust á snoðir um það en sjálf vildi hún hvorki staðfesta né neita lengi vel. Nú blómstrar hins vegar ástin hjá Mörtu og Páli. Það virðist því vera erfitt að ætla að slá sér upp þegar maður tilheyrir þeim hópi fólks sem mætti telja til frægra á Íslandi.Eitt frægasta lag Valgeirs Guðjónssonar heitir Ástin og þar er fjallað um að hún geti birst í svo óteljandi myndum. Að neðan má heyra sjálfan Bó taka þennan fallega slagara. En eru Ásta og Sveinn Andri par?„Læt ykkur vita þegar ég gifti mig“ „Ég svara engu nema með lögmann mér við hlið,“ sagði Ásta. Þáttarstjórnendur spurðu á móti hvort Sveinn Andri lægi ekki við hlið hennar en sú spurning uppskar mikinn hlátur hjá Ástu sem upplýsti að hún væri ein með þrjá ketti þá stundina. „Ég hefði stokkið á þetta sjálf ef þetta hefði verið í hina áttina. Ef það hefði verið frægur karlkyns fjölmiðlamaður og þekkt kona, lögfræðingur, saman í bíó eða eitthvað slíkt,“ segir Ásta. „Ég læt ykkur vita þegar ég gifti mig strákar. Þið verðið fyrstir með fréttirnar.“Viðtalið við Ástu má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir „Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
„Við erum bara mjög góðir vinir“ Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús. 18. september 2016 23:20