Hatursorðræða í fjölmiðlum: „Orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð“ Birta Svavarsdóttir skrifar 2. september 2016 16:49 Áslaug Arna og Ugla Stefanía. Vísir Á pallborðsumræðu um hatursorðræðu í fjölmiðlum í dag var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ræða hatursorðræðu opinskátt, svo taka mætti á henni. Umræðan fór fram á Fundi Fólksins í Norræna húsinu seinni partinn í dag.Misskilningur um það hvað flokkast sem tjáningarfrelsi Ugla Stefanía, fræðslustjóri Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland sagði að það væri óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber manneskja að fólk hefði opinbera skoðun á manni. Ugla tók sem dæmi YouTube myndband sem hán setti inn á YouTube með maka sínum og varð gróðrastía fyrir ógeðsleg og hatursfull ummæli, en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma.Sjá einnig:Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook„Það er líka svona orðræða viðhöfð á Íslandi,“ sagði Ugla. „Oft þegar fjallað er um hatursoræðu þá berst talið að tjáningarfrelsi sem margir vilja meina að snúist um það að þú megir segja hvað sem er. Mér finnst þar liggja mikill grundvallarmisskilningur um það hvað tjáningarfrelsi gengur út á. Í mínum huga gengur lagalegt tjáningarfrelsi út á það að það eigi að vernda einstaklinga fyrir því að yfirvöld geti þaggað niður í þeim og ritskoðað þegar verið er að gagnrýna þeirra stefnur og störf. Tjáningarfrelsi er ekki það að mega segja fólki að drepa sig. Það er ekkert annað en hatursorðræða og það þurfa að vera afleiðingar þegar fólk lætur eitthvað svoleiðis út úr sér á opinberum vettvangi.“ Sagði Ugla að það að leyfa svona hatursorðræðu að grassera hefði mikil áhrif, nærtækt dæmi um það væri seinni heimsstyrjöldin. „Fólk talar sín á milli í litlum hópum, sem færist svo út í samfélagið. Það má ekki gleyma að orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð,“ sagði Ugla Stefanía að lokum.Erfitt að ákvarða hvar setja eigi lagaramma um hatursorðræðu Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og laganemi, segist vissulega vera til í að umræðan væri á hærra plani, sérstaklega svo að fólk gæfi frekar kost á sér í stjórnmálum, en telur ekki skrítið að margir taki ekki þátt þar sem orðræða í garð stjórnmálafólks á oft til að einkennast af illmælgi og persónuníði. „Það er fréttnæmt ef það kemur frétt um mig og það eru ekki níðingskomment þar undir,“ segir Áslaug. „Þetta var alltaf inni á kaffistofunum. Það hafa alltaf verið athugasemdir og haturskomment en núna eru kaffistofurnar bara opnar öllum.“ Áslaug telur erfitt að ákvarða hvar draga eigi línuna í sandinn varðandi hatursfull ummæli, og því sé snúið að meta hversu langt eigi að ganga í löggjöf gagnvart hatursorðræðu. Versti óvinur hatursorðræðu sé opinská og upplýst umræða, og þess vegna sé svo mikilvægt að þagga hana ekki niður. Lausnin felist ekki í ekki að þagga niður „vondar og fordómafullar skoðanir“, heldur á að ræða þær opinskátt og takast þannig á við þær. „Ég hef alltaf talið mjög mikilvægt að vekja athygli á ummælunum, á móti kemur að maður vill ekki alltaf vera fórnarlambið, því þá er umræðan alltaf bara um kommentin en ekki það sem maður er raunverulega að segja,“ sagði Áslaug. Í BA ritgerð sinni í lögfræði fjallaði Áslaug um hatursorðræðu meðal stjórnmálamanna og tók til dæmi frá Norðurlöndunum, en löggjöf gagnvart hatursorðræðu er svipuð þar og hérlendis. Til glöggvunar tók hún sem dæmi tvö mál þar sem annars vegar var stjórnmálakona sýknuð fyrir það að birta ummæli á persónulegri Facebook síðu sinni, en hins vegar voru fulltrúar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks sakfelldir fyrir að nota hatursfull ummæli í auglýsingu á vegum hreyfingarinnar.Umræðuna um hatursorðræðu á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hún hefst þegar um sex klukkustundir og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni. Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Á pallborðsumræðu um hatursorðræðu í fjölmiðlum í dag var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að ræða hatursorðræðu opinskátt, svo taka mætti á henni. Umræðan fór fram á Fundi Fólksins í Norræna húsinu seinni partinn í dag.Misskilningur um það hvað flokkast sem tjáningarfrelsi Ugla Stefanía, fræðslustjóri Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland sagði að það væri óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að vera opinber manneskja að fólk hefði opinbera skoðun á manni. Ugla tók sem dæmi YouTube myndband sem hán setti inn á YouTube með maka sínum og varð gróðrastía fyrir ógeðsleg og hatursfull ummæli, en Vísir fjallaði um málið á sínum tíma.Sjá einnig:Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook„Það er líka svona orðræða viðhöfð á Íslandi,“ sagði Ugla. „Oft þegar fjallað er um hatursoræðu þá berst talið að tjáningarfrelsi sem margir vilja meina að snúist um það að þú megir segja hvað sem er. Mér finnst þar liggja mikill grundvallarmisskilningur um það hvað tjáningarfrelsi gengur út á. Í mínum huga gengur lagalegt tjáningarfrelsi út á það að það eigi að vernda einstaklinga fyrir því að yfirvöld geti þaggað niður í þeim og ritskoðað þegar verið er að gagnrýna þeirra stefnur og störf. Tjáningarfrelsi er ekki það að mega segja fólki að drepa sig. Það er ekkert annað en hatursorðræða og það þurfa að vera afleiðingar þegar fólk lætur eitthvað svoleiðis út úr sér á opinberum vettvangi.“ Sagði Ugla að það að leyfa svona hatursorðræðu að grassera hefði mikil áhrif, nærtækt dæmi um það væri seinni heimsstyrjöldin. „Fólk talar sín á milli í litlum hópum, sem færist svo út í samfélagið. Það má ekki gleyma að orð eru til alls fyrst, og þeim fylgir ábyrgð,“ sagði Ugla Stefanía að lokum.Erfitt að ákvarða hvar setja eigi lagaramma um hatursorðræðu Áslaug Arna, ritari Sjálfstæðisflokksins og laganemi, segist vissulega vera til í að umræðan væri á hærra plani, sérstaklega svo að fólk gæfi frekar kost á sér í stjórnmálum, en telur ekki skrítið að margir taki ekki þátt þar sem orðræða í garð stjórnmálafólks á oft til að einkennast af illmælgi og persónuníði. „Það er fréttnæmt ef það kemur frétt um mig og það eru ekki níðingskomment þar undir,“ segir Áslaug. „Þetta var alltaf inni á kaffistofunum. Það hafa alltaf verið athugasemdir og haturskomment en núna eru kaffistofurnar bara opnar öllum.“ Áslaug telur erfitt að ákvarða hvar draga eigi línuna í sandinn varðandi hatursfull ummæli, og því sé snúið að meta hversu langt eigi að ganga í löggjöf gagnvart hatursorðræðu. Versti óvinur hatursorðræðu sé opinská og upplýst umræða, og þess vegna sé svo mikilvægt að þagga hana ekki niður. Lausnin felist ekki í ekki að þagga niður „vondar og fordómafullar skoðanir“, heldur á að ræða þær opinskátt og takast þannig á við þær. „Ég hef alltaf talið mjög mikilvægt að vekja athygli á ummælunum, á móti kemur að maður vill ekki alltaf vera fórnarlambið, því þá er umræðan alltaf bara um kommentin en ekki það sem maður er raunverulega að segja,“ sagði Áslaug. Í BA ritgerð sinni í lögfræði fjallaði Áslaug um hatursorðræðu meðal stjórnmálamanna og tók til dæmi frá Norðurlöndunum, en löggjöf gagnvart hatursorðræðu er svipuð þar og hérlendis. Til glöggvunar tók hún sem dæmi tvö mál þar sem annars vegar var stjórnmálakona sýknuð fyrir það að birta ummæli á persónulegri Facebook síðu sinni, en hins vegar voru fulltrúar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokks sakfelldir fyrir að nota hatursfull ummæli í auglýsingu á vegum hreyfingarinnar.Umræðuna um hatursorðræðu á Fundi fólksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Hún hefst þegar um sex klukkustundir og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni.
Tengdar fréttir Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00 Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Bein útsending: Fundur fólksins Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. 2. september 2016 09:00
Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Ugla og Fox Fisher búa til heimildar- og skemmtiefni um málefni transfólks á síðunni My Genderation. 12. ágúst 2016 09:00