Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:00 Ugla segist vera ýmsu vön en aldrei hafa séð slíkt magn hatursummæla. Fox/Skjáskot Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira