Lífið

Bein útsending: Justin Bieber lendir í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tónlistarmaðurinn Justin Bieber er á leiðinni til landsins í dag samkvæmt heimildum Vísis og bendir allt til þess að hann sé að lenda á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu. 

Komu kappans er beðið með mikilli eftirvæntingu en á milli 30 og 40 þúsund manns munu fara á tvenna tónleika Bieber í Kórnum á fimmtudags- og föstudagskvöld.

Einkaflugvél frá Los Angeles mun lenda á Reykjavíkurflugvelli í hádeginu og eru allar líkur á að kanadíska poppstjarnan sé þar á ferð. Að ofan má sjá beina útsendingu frá lendingu vélarinnar.

Uppfært klukkan 13.00.

Útsendingunni er nú lokið en upptökuna er að finna í spilaranum.Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.