Áhyggjufullir foreldrar neita að láta börn dvelja í sársveltum skóla Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Dagur B. Eggertsson tók við ályktun leikskólastjórnenda í gær en mikil samstaða er meðal leikskólastarfsfólks og foreldra. fréttablaðið/anton Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík hafa komið af stað undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að snúa vörn í sókn í leikskóla- og skólamálum. Fimm hundruð undirskriftir söfnuðust á fyrstu þremur tímunum. „Við neitum að láta börnin í borginni dvelja í sársveltum rekstri og krefjumst þess að forgangsraðað verði á nýjan hátt með aðbúnað þeirra og gæði skólastarfsins að leiðarljósi,“ segir í formála undirskriftasöfnunarinnar. Brynja Dögg Heiðudóttir, foreldri barns í leikskóla borgarinnar, stofnaði hópinn Leikskólamál í Reykjavík á Facebook fyrir ári og hóf undirskriftasöfnun í gær. Hún segir marga foreldra lýsa yfir áhyggjum af stöðunni og segjast frekar vilja greiða hærri leikskólagjöld en að svelta leikskólana. „Síðustu þrjá daga hafa átta hundruð manns bæst í hópinn,“ segir hún. „Á síðustu árum hefur niðurskurðurinn sett sitt mark á leikskóla dóttur minnar, það er alltaf sama dótið og allt fullt af klósettrúllum og mjólkurfernum sem er eini efniviðurinn fyrir föndur og annað.“ Formaður foreldrafélags Laugasólar tekur undir orð Brynju en félagið hefur stutt leikskólann með kaupum á leikföngum og öðru. „Við kaupum bækur, útidót, fótboltamörk, hjól og bolta svo eitthvað sé nefnt. Það er eitthvað sem leikskólinn ætti að geta keypt en það er ekki fjármagn. Svo reynum við að gleðja þreytt starfsfólk með ostabökkum og öðru álíka,“ segir Helena Gunnarsdóttir. Í samtali við aðra formenn foreldrafélaga kom í ljós að mörg félög styrkja leikskólana með gjöfum og endurnýjun á húsgögnum eða útidóti í stað þess að nota fjármagn í leiksýningar eða annað uppbrot á daglegu starfi. Í gær afhentu leikskólastjórar borgarinnar borgarstjóra ályktun þar sem niðurskurði í leikskólum er mótmælt. Skora þeir á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira