Horfði á eiginkonu sína sökkva í hafið en bjargaði ungum syni Snærós Sindradóttir skrifar 20. ágúst 2016 00:01 Francisco, Elma og Matthew Calara voru heppin að sleppa lifandi úr þeim lífsháska sem þau lentu í á Vestfjörðum á fimmtudag. Mynd/Francisco „Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
„Við héldum að þetta yrði okkar síðasta,“ segir ferðamaðurinn Francisco Calara sem á fimmtudag keyrði út af veginum í Vattarfirði á Vestfjörðum og beint út í sjó. Kona hans, Elma Calara, og sonur þeirra Matthew voru í bílnum en fjölskyldan, sem er bandarís, komst út við illan leik. „Við komum til landsins um hálf fimm þá um morguninn og tókum bílaleigubíl strax við komuna. Við ákváðum að keyra á Vestfirði og verja þremur dögum þar áður en við færum hringveginn. Við erum hér til að fagna tveggja ára afmæli sonar okkar,“ segir Francisco. Francisco var þreyttur eftir næturflugið og langan akstur vestur á firði og sofnaði undir stýri. Elma og Matthew voru í aftursæti bílsins. „Bíllinn keyrði yfir vegbrúnina og flaug bókstaflega út í sjó. Ég hélt að við myndum deyja því við kunnum ekki að synda. Konan mín var í aftursætinu og gat ekki losað beltið á barnabílstólnum. Sjálfur gat ég ekki opnað dyrnar mín megin því vatnið flæddi inn í bílinn.“ Hann klifraði í afturhluta bílsins og losaði barnið. „Bíllinn var við það að sökkva og ekki hægt að opna dyrnar bílstjóramegin vegna þrýstingsins frá vatninu. Það var smá rifa á hurðinni þeim megin sem konan mín sat. Ég held að vegna adrenalínsins hafi mér tekist að sparka hurðinni upp og fara með barnið út. Augnabliki síðar sný ég mér við og bíllinn var sokkinn með konunni minni enn inni.“Francisco var uppgefinn og lýsir því að hann hafi haldið að honum tækist ekki að komast í land. Hann opnaði skott bifreiðarinnar í þeirri von að geta notað farangurinn til að hjálpa sér að halda sér á floti en einnig svo konan hans gæti mögulega synt út um skottið. „Ég innbyrti mikið af sjó og barnið mitt var búið að missa meðvitund og farinn að blána. Ég var svo þreyttur að ég hélt að ég hefði ekki kraftinn til að komast í land. Þegar ég barði í bak barnsins kom vatn upp úr honum og hann fór að gráta. Þá vissi ég að allt yrði í lagi.“ Um það leyti sem vegfarendur bar að garði lá Francisco í flæðarmálinu með Matthew litla og hélt að konan hans væri dáin. Henni tókst þó að komast upp rétt í þann mund og fjölskyldan sluppu með alvarleg meiðsli. Þau voru flutt með sjúkrabíl í Búðardal þar sem sveitarstjórinn aðstoðaði meðal annars við að útvega þeim gistingu. „Það eina sem ég vil er að komast heim og koma lífi okkar saman aftur. Ég á engin orð til að lýsa þakklæti okkar til allra sem hafa hjálpað okkur. Við munum koma aftur seinna.“ Uppfært:Upphaflega stóð í fréttinni að þriggja tíma akstur væri í Vattarfjörð. Eftir vinsamlegar ábendingar lesenda hefur þessu verið breytt enda er aksturinn frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar að sunnanverðum Vestfjörðum eitthvað töluvert lengri.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Úr berjatínslu í björgunaraðgerðir: Björguðu pari og barni þeirra úr sjónum Hjónin Bryndís Sævarsdóttir og Einar Þórarinn Magnússon úr Reykjanesbæ komu ferðamönnum, pari með tveggja ára barn, til bjargar á Barðaströnd á Vestfjörðum í gær. 19. ágúst 2016 14:41