Á annað hundrað þúsund manns á Menningarnótt Birgir Örn Steinarsson skrifar 21. ágúst 2016 09:21 Myndin er gömul en sem fyrr var flugeldasýningin einn af hátindum hátíðarinnar. Vísir/Vilhelm Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“ Menningarnótt Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Talið er að á um annað hundrað þúsund manns hafi skemmt sér í miðborg Reykjavíkur í gær en aldrei fyrr hafa jafn margir mætt á Menningarnótt á 21 árs sögu hátíðarinnar. Fjöldanum var dreift með því að víkka út hátíðarsvæðið sem í þetta skiptið náði alla leið út á Granda. Einnig hjálpaði það að koma í veg fyrir of mikil þrengsli á einu svæði að hafa tvö stór svið, eitt í Hljómskálagarðinum og annað við Arnarhól. Á því fyrrnefnda var dagskrá frá morgni til kvölds. Í allt voru um 300 fjölbreyttir viðburðir á dagskrá Menningarnætur en fjölda margir aðrir viðburðir voru skipulagðir og framkvæmdir af einstaklingum utan dagskrá. Gestir miðbæjarins máttu sjá karlakóra syngjandi á götum úti, hljómsveitir í öðrum hverjum garði og ýmislegt skemmtilegt fyrir yngstu kynslóðina. Lögregla segir aðsóknina hafa verið jafna og þétta frá hádegi og fram eftir kvöldi.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Einstaklega góð stemning Sem fyrr, lauk Menningarnótt með flugeldasýningu undir stjórn Hjálparsveitar Skáta sem hófst rétt fyrir miðnætti. Lögregla segir að umferð frá miðborginni eftir hana hafa gengið greiðlega. Áshildur Bragadóttur forstöðukona Höfuðborgarstofu sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu eftir að flugeldasýningu lauk; „Mig langar fyrir hönd stjórnar Menningarnætur að þakka öllum gestum hátíðarinnar, viðburðarhöldurum, rekstraraðilum, íbúum í miðborginni, lögreglu, björgunarsveitum, slökkviliði, öryggisaðilum og Strætó innilega fyrir einstaklega vel heppnaða Menningarnótt. Mörg hundruð manns lögðu hönd á plóg til að gera hátíðina sem glæsilegasta og það tókst svo sannarlega. Það var einstaklega góð stemning í miðborg Reykjavíkur þar sem allir lögðust á eitt við að gera daginn sem ánægjulegastan. Á annað hundrað þúsund manns naut þeirrar fjölbreyttu dagskrár sem var í boði, samgöngurnar gengu vel og allir voru sér og sínum til sóma.“
Menningarnótt Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira